Ekkert gengur hjá Colts í upphafi tímabilsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. september 2015 09:30 Andrew Luck er hér rifinn niður af varnarmanni New York Jets. Vísir/Getty Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles. NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og liðið nú með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Það er ekki sjón að sjá Indianapolis Colts í upphafi tímabilsins en liðið tapaði öðrum leik sínum í röð í 7-20 tapi gegn New York Jets í lokaleik 2. umferðar NFL-deildarinnar í nótt. Colts fengu skell strax í fyrstu umferð 27-14 gegn Buffalo Bills en miklar væntingar voru gerðar til liðsins í ár eftir að hafa tapað í úrslitum AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Bætti liðið við sig reynsluboltunum Frank Gore og Andre Johnson til að aðstoða við sóknarleikinn í sumar en leikstjórnandi liðsins, Andrew Luck, hefur verið ólíkur sjálfum sér í upphafi tímabilsins. Jets komust yfir strax í fyrsta leikhluta en þeir fengu frábæra vallarstöðu eftir mistök í sóknarleik Colts. Sendi Ryan Fitzpatrick, leikstjórnandi Jets, boltann á Eric Decker sem skoraði fyrsta snertimark leiksins. Heimamenn í Colts komust á blað í fjórða leikhluat þegar Donta Moncrief skoraði snertimark eftir sendingu frá Luck en stuttu síðar bættu Jets við öðru snertimarki frá Brandon Marshall eftir sendingu Fitzpatrick. Nick Folk bætti við tveimur vallarmörkum fyrir Jets sem tryggðu á endanum sigurinn. Er þetta annað árið í röð sem Colts tapa fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en áhyggjuefnið hlýtur að vera frammistaða leikstjórnanda liðsins. Kastaði Luck boltanum í hendur andstæðingsins þrisvar í nótt og tapaði boltanum einu sinni þar að auki. Colts mæta Tennesee Titans á sunnudaginn næstkomandi en á sama tíma taka Jets á móti Philadelphia Eagles.
NFL Tengdar fréttir Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30 Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30 Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og liðið nú með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Er þetta flottasta snertimark ársins? | Myndband Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers, skoraði sennilega eitt flottasta snertimark tímabilsins í NFL-deildinni í 24-17 sigri á Houston Texans í gær. 21. september 2015 13:30
Julio Jones frábær í naumum sigri Atlanta Falcons Atlanta Falcons missti niður sautján stiga forskot í seinni hálfleik en náði að stela sigrinum með vallarmarki þegar skammt var til leiksloka í gær. Þá vann San Fransisco 49ers sannfærandi sigur á Minnesota Vikings í lokaleik fyrstu umferðar NFL-deildarinnar. 15. september 2015 13:30
Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti annan leikinn í röð | Úrslit gærdagsins Alls 79 snertimörk voru skoruð í 14 leikjum í NFL-deildinni í gær þar sem m.a. New York Giants kastaði frá sér tíu stiga forskoti í fjórða leikhluta annan leikinn í röð. 21. september 2015 11:30