Geir Guðmundsson, skytta Valsmanna í Olís-deild karla í handbolta, verður frá næstu 6-8 vikurnar eftir að hafa tognað aftan í læri á dögunum. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í samtali við mbl.is í dag.
Geir sem var að hefja sitt þriðja tímabil í herbúðum Vals, missti af leik liðsins í 3. umferð sem fór fram síðastliðinn fimmtudag þegar Haukar unnu sjö marka sigur í Vodafone-höllinni.
Geir meiddist á æfingu Valsliðsins fyrir leikinn gegn Haukum og eftir læknisskoðun hafi komið í ljós að hann hefði tognað aftan í læri.
„Hann er illa tognaður aftan í öðru lærinu, vöðvinn er ekki rifinn en það illa tognaður að það mun taka sinn tíma að jafna sig af þessu,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við mbl.is.
Geir tognaður aftan í læri | Frá næstu vikurnar
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn