Erlent

Walker hættur við forsetaframboð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Scott Walker var í sumar meðal efstu manna í skoðanakönnunum, en hefur nú misst nær allt sitt fylgi.
Scott Walker var í sumar meðal efstu manna í skoðanakönnunum, en hefur nú misst nær allt sitt fylgi. vísir/epa
Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin, hefur ákveðið að draga sig úr baráttunni um að verða útnefndur forsetaefni repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, einungis fimm mánuðum áður en fyrstu forkosningar fara fram. Samkvæmt New York Times hefur Walker misst traust bakhjarla sinna og skortir því fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.

Walker tilkynnti um framboð sitt í júlí, en hann er þekktur fyrir að hafa svipt verkalýðsfélög opinberra starfsmanna í Wisconsin samningsrétti sínum. Varð það til þess að hópur kjósenda knúði fram kosningar sem kosið var um hvort víkja hætti honum úr embætti ríkisstjóra. Hann sigraði í þeirri baráttu með yfirburðum.

Walker var í byrjun sumars meðal efstu manna í skoðanakönnunum, en hefur nú misst nær allt sitt fylgi, samkvæmt nýjustu könnun CNN, og mælist nú undir hálfu prósenti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×