Liðhlaupar ISIS lýsa reynslu sinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. september 2015 07:00 Tveir þeirra sem flúðu frá Íslamska ríkinu, Þjóðverjarnir Ayoub B. og Ebrahim Hadj B., hylja andlit sín við réttarhöld í Þýskalandi. vísir/epa Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum. Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Í hverjum mánuði yfirgefa nokkrir liðsmenn Íslamska ríkisins samtökin og flýja frá átakasvæðunum í Sýrlandi og Írak. Sumir þeirra hafa tjáð sig við fjölmiðla og smám saman hefur komið fram nokkuð skýr mynd af því hvers vegna þeir flýja. Þetta kemur fram í breskri samantekt, sem fræðimenn við rannsóknarmiðstöð um róttækni og pólitískt ofbeldi (ICSR) í London hafa unnið upp úr viðtölum við 58 fyrrverandi liðsmenn Íslamska ríkisins. Höfundar skýrslunnar segja vitnisburð liðhlaupanna sýna að þarna sé engan veginn samhentur hópur óhræddra hugsjónamanna á ferðinni, eins og reynt er að telja fólki trú um þegar nýrra liðsmanna er leitað. Þvert á móti einkennist samfélag þeirra af lygum, hræsni og eilífum mótsögnum.Flestir liðhlaupanna eru Sýrlendingar, eða 21 af 58, en níu eru frá Tyrklandi. Aðrir níu eru frá Vestur-Evrópu og Ástralíu. Þeir fyrstu tóku að flýja Íslamska ríkið í ársbyrjun 2014. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, oftast verið nokkrir í hverjum mánuði en nú í ágúst er vitað um níu liðhlaupa. Greina má fjórar meginástæður þess að mennirnir forða sér:1. Samtökin lenda oftar í innbyrðis átökum við aðra súnní-múslima, frekar en að berjast gegn hermönnum Assad-stjórnarinnar í Sýrlandi, sem átti þó að vera tilgangur hernaðarins. 2. Þeim sem hafa yfirgefið samtökin ofbýður ofbeldi og grimmd samtakanna, til dæmis gegn almennum borgurum og gíslum. 3. Ó-íslamskt eða óguðlegt athæfi, einkennir forystumenn samtakanna, að mati þeirra sem flúið hafa. Þeir sýni af sér rangsleitni og kynþáttahatur auk þess sem erlendir liðsmenn samtakanna njóti meiri fríðinda en aðrir. 4. Daglegt líf í kalífadæminu stendur ekki undir þeim væntingum sem kynt er undir þegar fólk er hvatt til að ganga til liðs við baráttuna. Störfin eru leiðinleg og ekkert bólar á lúxusbílum og öðrum munaði. Af viðtölum við liðhlaupana má einnig greina þrjár meginástæður þess að þeir gengu til liðs við samtökin í upphafi. 1. Veigamesta ástæðan er viljinn til að berjast gegn stjórnarher Assads Sýrlandsforseta. Þeir telja sér beinlínis skylt að taka þátt í þeirri baráttu og koma félögum sínum í Sýrlandi til bjargar. Þeir standa gjarnan í þeirri trú að súnní-múslimar í Sýrlandi standi hreinlega frammi fyrir þjóðarmorði af hálfu stjórnarinnar. 2. Margir telja sig vera að ganga til liðs við hreyfingu, sem er að reyna að koma á fót fullkomu íslömsku ríki. Öllum múslimum beri skylda til þess að taka þátt í þeirri tilraun. Þar bjóðist þeim einstakt tækifæri til að lifa í samræmi við íslömsk lög og taka þátt í baráttu fyrir trúnni. Þeir sem hafa þessa afstöðu höfðu flestir lengi verið miklir hreintrúar- og strangtrúarmenn áður en þeir héldu til Sýrlands. 3. Sumir hafa fallið fyrir loforðum um að innan vébanda Íslamska ríkisins muni þeir engan skort líða. Þar fái þeir nægan mat, flotta bíla og jafnvel verði skuldir þeirra greiddar upp. Aðrir segjast hafa látið sig dreyma um ævintýri og hetjudáðir í þágu félaga sinna. Þessi hópur hefur síst látið stjórnast af trúarlegum hugsjónum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira