Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 16:25 Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“ Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“
Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52