Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 16:25 Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“ Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“
Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Sjá meira
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52