Björgólfur vonar að Icesave-grýlan fái að hvíla óáreitt í gröf sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 16:25 Björgólfur Thor Björgólfsson. vísir/vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“ Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og einn stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, skrifar um endalok Icesave-málsins á heimasíðu sína í dag en á föstudag var tilkynnt að samið hefði verið um lokauppgjör Icesave. Í skrifum sínum líkir hann málinu við Grýlu og segir jarðarför hennar næstum því hafa farið fram í kyrrþey. Miðar hann þar við „þær upphrópanir, formælingar og og djöfulskap sem einkenndu tilveru hennar. Öll sú tilfinningasemi var byggð á innantómum hræðsluáróðri og stjórnmálamenn þess tíma ættu að skammast sín fyrir að leiða þjóðina á þær skaðlegu brautir.“ Björgólfur rifjar síðan upp það sem hann kallar stærsta áfangann í Icesave-málinu. Er hann þar að vísa til þess þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA í janúar 2013. Segir Björgólfur að sú niðurstaða hafi ekki komið honum á óvart. Það hafi hins vegar komið honum á óvart hversu langan tíma það tók að sannfæra fólk um það að eigur Landsbankans myndu duga fyrir Icesave-kröfunum. Þá segir hann skömm þeirra stjórnmálamanna sem kyntu undir bölmóð vegna Icesave mikla: „Ég leyfi mér líka að rifja upp núna, að haustið 2008 varaði ég við því að viðbrögð við vandanum gætu reynst afdrifaríkari en vandinn sjálfur og þar reyndist ég því miður einnig sannspár. Þjóðin klofnaði í stríðandi fylkingar og ásakanir um föðurlandssvik urðu svo algengar að enginn virtist gera sér grein fyrir alvarleika þeirra lengur. Lífskjör hér áttu að færast aftur á steinöld og þjóðarinnar beið það eitt að verða undirokaðir þrælar stórþjóða. Stjórnmálamenn kyntu margir undir, í stað þess að hefja sig upp yfir öfgarnar og benda rólega og yfirvegað á færar leiðir til lausnar. Skömm þeirra er mikil. Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni.“
Tengdar fréttir Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hafa náð samningum um lokauppgjör Icesave-krafna Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tryggingasjóði innstæðueigenda en þar segir að samningurinn feli í sér að sjóðurinn greiddi mótaðilum sínum samtals 20 milljarða íslenskra króna. 18. september 2015 13:52