Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 15:40 Sigurjón Þ. Árnason, Björgólfur Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson. vísir Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fór fram á það fyrir Hæstarétti í dag að Imon-málinu yrði vísað frá dómi. Fer verjandinn fram á frávísun þar sem hann telur að eftir bankahrun og setningu laga um sérstakan saksóknara hafi verið „farið nokkuð á svig við þá hugmynd sem felst í hugtakinu réttarríki.“ Sigurjón er einn af þremur fyrrverandi stjórnendum bankans sem ákærðir voru fyrir lánveitingu og sölu hlutabréfa til eignarhaldsfélagsins Imon þann 3. október 2008, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Aðrir ákærðir voru Elín Sigfúsdóttir sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar. Sigurjón og Elín voru bæði sýknuð í héraðsdómi en Steinþór var dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundna.Embætti sérstaks saksóknara og FME urðu að „bastarði“ Í máli sínu vísaði Sigurður til mannréttindasáttmála Evrópu , 70. greinar stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um mannréttindi sakaðra manna og hlutlægnireglu sakamálalaga. Vill Sigurður meina að undirbúningur og aðdragandi að málsókn í Imon-málinu hafi falið í sér gróf brot á rétti sakborninga. Minnti hann á í því samhengi á þá grundvallarreglu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Verjandinn fór meðal annars yfir það hvernig embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið stóðu sameiginlega að rannsókn málsins. Sagði Sigurður að í yfirheyrslu yfir Sigurjóni hafi orðið til “bastarður” úr sérstökum og FME þar sem starfsmenn frá báðum embættum komu saman að yfirheyrslunni. „Þarna kom fram sameiginlegt stjórnvald sem varð til án lagasetningar og það lét ekki undir höfuð leggjast að gefa í skyn að ákærði og aðrir hefðu gerst sekir um stórfelld refsilagabrot á meðan þeir unnu í bankakerfinu,“ sagði Sigurður.Gunnar Andersenmynd/gvaGagnrýndi framgöngu Gunnars Andersen í fjölmiðlum Hann rakti síðan fjölmiðlaumfjöllun á árinu 2009 þar sem þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Andersen, talaði meðal annars um bankakerfið sem „stóra svikamyllu“ í viðtali við Morgunblaðið. „Þá sagði hann þann 10. ágúst 2009 í viðtali við Stöð 2 að hann væri sannfærður um að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað í bönkunum fyrir hrun. Nefndi hann í því samhengi Imon. Þarna var komið til almennings frá forstjóra FME að hann er bara sannfærður um markaðsmisnotkun. Þarna er hann ekki gefa neitt til kynna heldur beinlínis að fullyrða,“ sagði Sigurður, tiltók nokkur fleiri dæmi og sagði að svona mætti lengi telja. „Í þessu einu felast mjög gróf brot gegn ákærða og öðrum ákærðu í þessu máli, svo gróf að það á að vísa þessu máli frá dómi. [...] Ekki bara hafa þeir verið sakaðir opinberlega um refsiverða háttsemi heldur þarf að líta til lengd málsmeðferðarinnar.“„Eins og útlagar í þessu þjóðfélagi“ Sigurður fór svo yfir það að rannsókn málsins hafi byrjað um mitt ár 2009 en ákæra var gefin út í mars 2013. Nú, í september 2015, væri svo málið á dagskrá Hæstaréttar. Sagði verjandinn ekki hægt að segja að hér væri um skjóta málsmeðferð að ræða þrátt fyrir að Imon væri ekki flókið mál. „Það hefur hins vegar gert það að verkum að ákærðu hafa nánast verið eins og útlagar í þessu þjóðfélagi. Enginn vill til dæmis hafa þau í vinnu. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á réttindi þeirra en þau hafa ekkert gert til að tefja málið,“ sagði Sigurður. Verjandinn gerði svo að umtalsefni húsleitir heima hjá Sigurjóni og á skrifstofu hans sem gerðar voru í tengslum við málið. Þá gagnrýndi hann jafnframt símhleranir sérstaks saksóknara sem hafa verið vægast sagt umdeildar. Þá var hlerunarbúnaði komið fyrir á Fríkirkjuvegi 3 í febrúar 2011. Frændur Björgólfs Guðmundssonar, sem var einn stærsti hluthafi Landsbankans fyrir hrun, voru með skrifstofur í húsinu. Starfsmenn sérstaks saksóknara komust á snoðir um fundinn þegar þeir hleruðu síma Sigurjóns eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi og sætti yfirheyrslum í janúar 2011. „Þar [á Fríkirkjuvegi] ætlaði Sigurjón að funda með Kjartani Gunnarssyni [fyrrv. stjórnarmanni í Landsbankanum] og Björgólfi Guðmundssyni. Rannsakendur töldu greinilega að eitthvað gæti komið fram á þessum fundi þar sem þeir komu fyrir hlerunarbúnaði í einu herbergi í húsinu. Það misfórst hins vegar að hlera fundinn þar sem hann fór fram í öðru herbergi en búnaðurinn var.“Hafna fordæmisgildi Al Thani-dómsins Sigurður sagði að Hæstiréttur yrði „að stíga niður fæti og stöðva þetta rugl“, eins og hann orðaði það. Hann áréttaði síðan að Sigurjón hefði ekki haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína eða auðgast á Imon-viðskiptunum. Bankastjórinn hafði aðeins haft í huga að standa vörð um hagsmuni bankans. Verjandinn hafnaði því síðan að dómar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu hefðu eitthvert fordæmisgildi og undir það tóku hinir verjendurnir, þau Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, og Reimar Pétursson, verjandi Steinþórs. Helga Melkorka fór fram á það að sýknudómurinn yfir Elínu yrði staðfestur. Aðalkrafa verjanda Steinþórs er sú að hann verði sýknaður en eins og áður segir fékk Steinþór einn þremenninganna dóm í héraði. Tengdar fréttir Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson hlaut níu mánaða dóm sem var að hluta skilorðsbundinn. 17. júlí 2015 08:51 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, fór fram á það fyrir Hæstarétti í dag að Imon-málinu yrði vísað frá dómi. Fer verjandinn fram á frávísun þar sem hann telur að eftir bankahrun og setningu laga um sérstakan saksóknara hafi verið „farið nokkuð á svig við þá hugmynd sem felst í hugtakinu réttarríki.“ Sigurjón er einn af þremur fyrrverandi stjórnendum bankans sem ákærðir voru fyrir lánveitingu og sölu hlutabréfa til eignarhaldsfélagsins Imon þann 3. október 2008, þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Aðrir ákærðir voru Elín Sigfúsdóttir sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar. Sigurjón og Elín voru bæði sýknuð í héraðsdómi en Steinþór var dæmdur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorðsbundna.Embætti sérstaks saksóknara og FME urðu að „bastarði“ Í máli sínu vísaði Sigurður til mannréttindasáttmála Evrópu , 70. greinar stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um mannréttindi sakaðra manna og hlutlægnireglu sakamálalaga. Vill Sigurður meina að undirbúningur og aðdragandi að málsókn í Imon-málinu hafi falið í sér gróf brot á rétti sakborninga. Minnti hann á í því samhengi á þá grundvallarreglu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð. Verjandinn fór meðal annars yfir það hvernig embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið stóðu sameiginlega að rannsókn málsins. Sagði Sigurður að í yfirheyrslu yfir Sigurjóni hafi orðið til “bastarður” úr sérstökum og FME þar sem starfsmenn frá báðum embættum komu saman að yfirheyrslunni. „Þarna kom fram sameiginlegt stjórnvald sem varð til án lagasetningar og það lét ekki undir höfuð leggjast að gefa í skyn að ákærði og aðrir hefðu gerst sekir um stórfelld refsilagabrot á meðan þeir unnu í bankakerfinu,“ sagði Sigurður.Gunnar Andersenmynd/gvaGagnrýndi framgöngu Gunnars Andersen í fjölmiðlum Hann rakti síðan fjölmiðlaumfjöllun á árinu 2009 þar sem þáverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gunnar Andersen, talaði meðal annars um bankakerfið sem „stóra svikamyllu“ í viðtali við Morgunblaðið. „Þá sagði hann þann 10. ágúst 2009 í viðtali við Stöð 2 að hann væri sannfærður um að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað í bönkunum fyrir hrun. Nefndi hann í því samhengi Imon. Þarna var komið til almennings frá forstjóra FME að hann er bara sannfærður um markaðsmisnotkun. Þarna er hann ekki gefa neitt til kynna heldur beinlínis að fullyrða,“ sagði Sigurður, tiltók nokkur fleiri dæmi og sagði að svona mætti lengi telja. „Í þessu einu felast mjög gróf brot gegn ákærða og öðrum ákærðu í þessu máli, svo gróf að það á að vísa þessu máli frá dómi. [...] Ekki bara hafa þeir verið sakaðir opinberlega um refsiverða háttsemi heldur þarf að líta til lengd málsmeðferðarinnar.“„Eins og útlagar í þessu þjóðfélagi“ Sigurður fór svo yfir það að rannsókn málsins hafi byrjað um mitt ár 2009 en ákæra var gefin út í mars 2013. Nú, í september 2015, væri svo málið á dagskrá Hæstaréttar. Sagði verjandinn ekki hægt að segja að hér væri um skjóta málsmeðferð að ræða þrátt fyrir að Imon væri ekki flókið mál. „Það hefur hins vegar gert það að verkum að ákærðu hafa nánast verið eins og útlagar í þessu þjóðfélagi. Enginn vill til dæmis hafa þau í vinnu. Þetta hefur haft víðtæk áhrif á réttindi þeirra en þau hafa ekkert gert til að tefja málið,“ sagði Sigurður. Verjandinn gerði svo að umtalsefni húsleitir heima hjá Sigurjóni og á skrifstofu hans sem gerðar voru í tengslum við málið. Þá gagnrýndi hann jafnframt símhleranir sérstaks saksóknara sem hafa verið vægast sagt umdeildar. Þá var hlerunarbúnaði komið fyrir á Fríkirkjuvegi 3 í febrúar 2011. Frændur Björgólfs Guðmundssonar, sem var einn stærsti hluthafi Landsbankans fyrir hrun, voru með skrifstofur í húsinu. Starfsmenn sérstaks saksóknara komust á snoðir um fundinn þegar þeir hleruðu síma Sigurjóns eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi og sætti yfirheyrslum í janúar 2011. „Þar [á Fríkirkjuvegi] ætlaði Sigurjón að funda með Kjartani Gunnarssyni [fyrrv. stjórnarmanni í Landsbankanum] og Björgólfi Guðmundssyni. Rannsakendur töldu greinilega að eitthvað gæti komið fram á þessum fundi þar sem þeir komu fyrir hlerunarbúnaði í einu herbergi í húsinu. Það misfórst hins vegar að hlera fundinn þar sem hann fór fram í öðru herbergi en búnaðurinn var.“Hafna fordæmisgildi Al Thani-dómsins Sigurður sagði að Hæstiréttur yrði „að stíga niður fæti og stöðva þetta rugl“, eins og hann orðaði það. Hann áréttaði síðan að Sigurjón hefði ekki haft ásetning til þess að misnota aðstöðu sína eða auðgast á Imon-viðskiptunum. Bankastjórinn hafði aðeins haft í huga að standa vörð um hagsmuni bankans. Verjandinn hafnaði því síðan að dómar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu hefðu eitthvert fordæmisgildi og undir það tóku hinir verjendurnir, þau Helga Melkorka Óttarsdóttir, verjandi Elínar, og Reimar Pétursson, verjandi Steinþórs. Helga Melkorka fór fram á það að sýknudómurinn yfir Elínu yrði staðfestur. Aðalkrafa verjanda Steinþórs er sú að hann verði sýknaður en eins og áður segir fékk Steinþór einn þremenninganna dóm í héraði.
Tengdar fréttir Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson hlaut níu mánaða dóm sem var að hluta skilorðsbundinn. 17. júlí 2015 08:51 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Imon-málið komið á dagskrá Hæstaréttar Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð af ákæru um markaðsmisnotkun. Steinþór Gunnarsson hlaut níu mánaða dóm sem var að hluta skilorðsbundinn. 17. júlí 2015 08:51
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45
„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29