„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2015 12:29 Steinþór Gunnarsson, Elín Sigfúsdóttir og Sigurjón Þ. Árnason. Vísir Málflutningur í Imon-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð vegna kaupa félagsins Imon á hlutabréfum í bankanum. Fjárfestirinn Magnús Ármann átti félagið Imon en viðskiptin fóru fram þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna eða þann 3. október 2008. Ákært var bæði fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Bankinn sjálfur átti hlutabréfin sem seld voru og lánaði að fullu Imon fyrir kaupunum á þeim. Hljóðaði lánið upp á 5 milljarða króna. Voru Sigurjón og Elín bæði sýknuð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur gekk í júní í fyrra en Steinþór var dæmur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánði skilorðsbundna. Í júlí í fyrra áfrýjaði ríkissaksóknari niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar en áður hafði Steinþór áfrýjað sínum dómi sjálfur. Vísaði í Exeter og Al ThaniHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf daginn í Hæstarétti og talaði sleitulaust í rúman einn og hálfan tíma. Fór hann fram á að ákærðu yrðu dæmd til óskilorðsbundinnar refsingar og vísaði í dóma Hæstaréttar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu kröfu sinni til stuðnings. Í báðum tilfellum voru sakborningar dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Saksóknari fór yfir málatilbúnað ákæruvaldsins sem byggir meðal annars á því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Hlutabréfakaup Imon í bankanum hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfum í Landsbankanum ranglega og misvísandi til kynna. Þá hafi markaðsáhættan vegna viðskiptanna verið öll hjá bankanum að mati ákæruvaldsins. Sagði saksóknari að 100 prósent lán vegna kaupanna hafi verið forsenda þess að þau færu fram.Ekki "business as usual"„Þetta eru augljóslega örvæntingarfull viðskipti. Það er sama hvað ákærðu halda fram í greinargerðum sínum, þetta var ekki "business as usual", hér var ekki um eðlileg viðskipti að ræða,“ sagði Helgi Magnús. Vildi hann meina að ákvörðun um lánveitinguna og sölu hlutabréfanna hafi ekki verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Landsbankinn hafi þurft að losa sig við eigin hlutabréf „sem voru farin að valda bankanum vandræðum“, eins og saksóknari komst að orði, en bankinn mátti ekki eiga meira en 5 prósent í sjálfum sér án þess að flaggað yrði á hann í Kauphöllinni.„Bankinn var einn aðalkaupandinn í sjálfum sér þetta ár. Það mátti ekki opinbera það,“ sagði saksóknari.„Íslenska bankakerfið var á heljarþröm“Magnús Ármann, eigandi Imon, var stærsti eigandi sparisjóðsins Byr á þessum tíma. Hlutabréf í sparisjóðnum voru tekin sem veð fyrir láninu en ákæruvaldið telur að enginn markaður hafi verið fyrir Byr-bréfin á þessum tíma auk þess sem ekkert mat á verðmæti þeirra hafi farið fram. Sagði Helgi Magnús að ekkert útlit hafi verið fyrir að bjartari tímar væru framundan á hlutabréfamarkaði þegar lánið var veitt í byrjun október en fimm dögum áður hafði ríkið þjóðnýtt Glitni. Fimm dögum eftir Imon-viðskiptin voru allir stóru íslensku viðskiptabankarnir fallnir.„Á þessum tíma var bankakreppa að skella á. Gengi krónunnar hafði fallið, hlutafé í bankanum var að lækka ört þrátt fyrir kaup bankans á bréfum í sjálfum sér og innistæðueigendur voru byrjaðir að taka út pening. Íslenska bankakerfið var á heljarþröm, það var ekkert öðruvísi og þarna eru bara dagar sem líða á milli.“ Tengdar fréttir Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Málflutningur í Imon-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. Í málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, ákærð vegna kaupa félagsins Imon á hlutabréfum í bankanum. Fjárfestirinn Magnús Ármann átti félagið Imon en viðskiptin fóru fram þremur dögum fyrir setningu neyðarlaganna eða þann 3. október 2008. Ákært var bæði fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Bankinn sjálfur átti hlutabréfin sem seld voru og lánaði að fullu Imon fyrir kaupunum á þeim. Hljóðaði lánið upp á 5 milljarða króna. Voru Sigurjón og Elín bæði sýknuð í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar dómur gekk í júní í fyrra en Steinþór var dæmur í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánði skilorðsbundna. Í júlí í fyrra áfrýjaði ríkissaksóknari niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar en áður hafði Steinþór áfrýjað sínum dómi sjálfur. Vísaði í Exeter og Al ThaniHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf daginn í Hæstarétti og talaði sleitulaust í rúman einn og hálfan tíma. Fór hann fram á að ákærðu yrðu dæmd til óskilorðsbundinnar refsingar og vísaði í dóma Hæstaréttar í Exeter-málinu og Al Thani-málinu kröfu sinni til stuðnings. Í báðum tilfellum voru sakborningar dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir brot sín. Saksóknari fór yfir málatilbúnað ákæruvaldsins sem byggir meðal annars á því að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Hlutabréfakaup Imon í bankanum hafi verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfum í Landsbankanum ranglega og misvísandi til kynna. Þá hafi markaðsáhættan vegna viðskiptanna verið öll hjá bankanum að mati ákæruvaldsins. Sagði saksóknari að 100 prósent lán vegna kaupanna hafi verið forsenda þess að þau færu fram.Ekki "business as usual"„Þetta eru augljóslega örvæntingarfull viðskipti. Það er sama hvað ákærðu halda fram í greinargerðum sínum, þetta var ekki "business as usual", hér var ekki um eðlileg viðskipti að ræða,“ sagði Helgi Magnús. Vildi hann meina að ákvörðun um lánveitinguna og sölu hlutabréfanna hafi ekki verið tekin á viðskiptalegum forsendum. Landsbankinn hafi þurft að losa sig við eigin hlutabréf „sem voru farin að valda bankanum vandræðum“, eins og saksóknari komst að orði, en bankinn mátti ekki eiga meira en 5 prósent í sjálfum sér án þess að flaggað yrði á hann í Kauphöllinni.„Bankinn var einn aðalkaupandinn í sjálfum sér þetta ár. Það mátti ekki opinbera það,“ sagði saksóknari.„Íslenska bankakerfið var á heljarþröm“Magnús Ármann, eigandi Imon, var stærsti eigandi sparisjóðsins Byr á þessum tíma. Hlutabréf í sparisjóðnum voru tekin sem veð fyrir láninu en ákæruvaldið telur að enginn markaður hafi verið fyrir Byr-bréfin á þessum tíma auk þess sem ekkert mat á verðmæti þeirra hafi farið fram. Sagði Helgi Magnús að ekkert útlit hafi verið fyrir að bjartari tímar væru framundan á hlutabréfamarkaði þegar lánið var veitt í byrjun október en fimm dögum áður hafði ríkið þjóðnýtt Glitni. Fimm dögum eftir Imon-viðskiptin voru allir stóru íslensku viðskiptabankarnir fallnir.„Á þessum tíma var bankakreppa að skella á. Gengi krónunnar hafði fallið, hlutafé í bankanum var að lækka ört þrátt fyrir kaup bankans á bréfum í sjálfum sér og innistæðueigendur voru byrjaðir að taka út pening. Íslenska bankakerfið var á heljarþröm, það var ekkert öðruvísi og þarna eru bara dagar sem líða á milli.“
Tengdar fréttir Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26 Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ríkissaksóknari áfrýjar Imon-málinu Sendir mál gegn fyrrverandi stjórnendum Landsbankans til Hæstaréttar. 3. júlí 2014 14:26
Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Feðgarnir voru stærstu eigendur Landsbankans þegar viðskiptin áttu sér stað. 29. apríl 2014 18:30
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45