Jason Day í efsta sæti heimslistans í golfi eftir enn einn sigurinn 20. september 2015 22:49 Það er orðið að vikulegri hefð að birta mynd af Jason Day með nýjan bikar í hönd. Getty. Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta. Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Day sigraði í sínu fjórða móti af síðustu sex sem hann hefur tekið þátt í en hann lék manna best á BMW meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Það er erfitt að rifja upp mót á PGA-mótaröðinni sem hefur verið jafn óspennandi en Day lék fyrstu tvo hringina á Conway Farms vellinum á 18 höggum undir pari og eftir það leit aldrei út eins og að hann ætlaði að láta af forystunni. Day endaði á samtals 22 höggum undir pari en Daniel Berger tryggði sér annað sætið á 16 undir pari. Rory McIlroy og Rickie Fowler léku vel alla helgina og enduðu samtals á 14 höggum undir pari en náðu þó aldrei að gera atlögu að Day sem var einfaldlega í sérflokki. Jason Day er því aðeins þriðji kylfingurinn á PGA-mótaröðinni sem sigrar í fimm mótum á sama árinu síðan árið 2003 en hinir tveir sem hafa afrekað það eru Vijay Singh og Tiger Woods. Fyrir sigurinn fékk Day 170 milljónir króna í verðlaunafé en ásamt því fer hann í efsta sæti heimslistans í golfi í fyrsta sinn á ferlinum. Næsta mót á PGA-mótaröðinni, Coca Cola meistaramótið, er það síðasta á þessu tímabili og markar enda úrslitakeppni mótaraðarinnar, en aðeins 30 stigahæstu kylfingar hennar fá þáttökurétt í mótinu. Það leika allir bestu kylfingar heims um milljarða króna en mótið hefst á fimmtudaginn næsta.
Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti