Erlent

Tónleikum U2 í Stokkhólmi frestað af öryggisástæðum

Atli Ísleifsson skrifar
Tónleikarnir munu fara fram á þriðjudag.
Tónleikarnir munu fara fram á þriðjudag. Vísir/Getty
Búið er að fresta tónleikum U2 sem fram áttu að fara í Globen í Stokkhólmi í kvöld fram á þriðjudag. Þetta er gert af öryggisástæðum.

Höllin var rýmd eftir að fjölda fólks hafði þegar verið hleypt inn í höllina og skapaðist í kjölfarið mikil ringulreið fyrir utan. Öllum þeim sem voru með miða á gólfinu var þó áfram gert að vera í höllinni og er nú verið að leita á þeim á leið þeirra út úr höllinni.

Í frétt Expressen segir að lögregla reyni nú að hafa uppi á tvítugum manni í höllinni vegna gruns um að hann beri með sér skotvopn.

Talsmaður lögreglu segir að það hafi verið mat lögreglu að starfsmenn hallarinnar hafi ekki staðið rétt að því að hleypa fólki inn í höllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×