Sebastian Vettel vann í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2015 13:55 Vettel leiddi keppnina frá upphafi til enda og var aldrei ógnað í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45
Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45
Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45
Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30