Nordsjælland vann góðan útisigur á dönsku meisturunum í Midtjylland í dag.
Þetta var annar sigur lærisveina Ólafs Kristjánssonar í röð en hann kemur Nordsjælland upp í 6. sæti dönsku deildarinnar.
Brasilíumaðurinn Bruninho skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu en þetta var sjöunda mark hans í deildinni á tímabilinu. Bruninho hefur skorað sjö af níu mörkum Nordsjælland í deildinni í ár.
Guðmundur Þórarinsson og Adam Örn Arnarson léku allan leikinn fyrir Nordsjælland í dag en Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi liðsins.
Nordsjælland mætir AGF í næsta leik sínum í deildinni eftir viku.
