Verður starfið þitt sjálfvirkni að bráð? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. september 2015 10:34 89.9% líkur eru á að vélar muni þjóna til borðs í framtíðinni, samkvæmt útreikningum vísindamanna við Oxford. MYND/GETTY Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um „tæknilegt atvinnuleysi“.Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um „tæknilegt atvinnuleysi“. Áhyggjur Keynes beindust að hættulegu og yfirvofandi umróti á vinnumarkaði sem orsakaðist af innreið véla á kostnað verkamanna. Í dag – 80 árum eftir að varnaðarorð Keynes féllu – óttast margir hagfræðingar stöðnun markaða. Að þróaðri markaðir séu staddir í langdregnu tímabili þar sem færri störf verða til, framleiðni minnkar og tekjur dragast saman hjá flestum. Á öndverðum meiði eru tveir prófessorar við tækniháskólann í Massachusetts (MIT). Annar er Andrew McAfee og hinn er hinn íslenskættaði Erik Brynjolfsson. Í bókinni The Second Machine Age sem var gefin út sumarið 2014 færa þeir rök fyrir því að efnahagur heimsins sé á barmi stórfelldra breytinga. Með tilkomu tækja sem byggja á gríðarlegum framförum í sjálfvirkni, gervigreind og hinni stafrænu byltingu internetsins sjá McAfee og Brynjolfsson tímabil vaxtar á sjóndeildarhringnum. Þetta verður þriðja iðnaðarbyltingin.Hinn íslenskættaði Erik Brynjolfsson er prófessor við MIT og með fremstu sérfræðingum veraldar á sviði sjálfvirkni og áhrifum hennar á vinnumarkaði.VÍSIR/MITVeldisaukning á öllum sviðumAð mati prófessoranna hverfist þessi bylting um veldisvöxt á ýmsum sviðum framleiðslu og þróunar. Veldisvöxtur hefur átt sér stað í vinnsluminni tölva, framleiðslu snjalltækja og gagnasöfnum netheima. Í þessu felst vöxtur á hraða sem er í beinu hlutfalli við stærðina sjálfa og þegar tölurnar tvöfaldast á hverju ári verður á endanum erfitt að átta sig á umfangi og áhrifum. Veldisaukning samhliða framförum í vísindum og verkfræði hefur fært okkur samfélag sem nú reiðir sig að mörgu leyti á gervigreind og sjálfvirkni. Að mati McAfee og Brynjolfsson er núverandi stöðnun í atvinnusköpun og framleiðslu vaxtarverkir þessa nýja, sjálfvirka samfélags. Í The Second Machine Age benda þeir á að það hafi tekið áratugi fyrir framleiðendur að átta sig á og læra á gufuvélina, sama á við um rafvæðingu verksmiðja, fjöldaframleiðslu og framleiðslulínuna.Vegleg gjöf nýsköpunarMcAfee og Brynjolfsson hafa engu að síður áhyggjur af því hvernig þessar breytingar verða innleiddar. Þeir taka Instagram og Kodak sem dæmi. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu frá stofnun Instagram til eins milljarðs Bandaríkjadala yfirtöku Facebook á fyrirtækinu höfðu 130 milljónir manna deilt 16 milljörðum mynda í gegnum þjónustuna. Örfáum mánuðum eftir yfirtökuna fór Kodak á hausinn. Brynjolfsson og McAfee benda á að markaðsvirði Facebook og Instagram er nú margfalt meira en Kodak þegar best lét og fámennur hópur innan Facebook hefur nú milljarða dala milli handanna. Þessi hópur hefur tæplega fimm þúsund manns á launaskrá. Þegar Kodak var á toppnum unnu tæplega 150 þúsund manns hjá fyrirtækinu.Í bók sinni hvetja prófessorarnir frumkvöðla, ríkisstjórnir og einstaklinga til að íhuga næstu skref. Nauðsynlegt sé að búa svo um hnútana að sem flestir hagnist á sjálfvirknivæðingunni miklu sem nú knýr á dyr.Samúðin heldur velliAnnað tvíeyki fræðimanna hefur nú reiknað líkur tölvuvæðingar rúmlega 700 mismunandi starfa. Þetta eru dr. Carl Benedikt Frey og dr. Michael A. Osborne en þeir eru báðir prófessorar við Oxford-háskóla. Rannsókn þeirra er sú fyrsta sinnar tegundar. Þeir reiknuðu út hversu móttækileg ákveðin störf eru fyrir sjálfvirkni og tölvuvæðingu út frá nokkrum lykilþáttum. Líklegasta starfið til að falla í hendur tölvunnar er símasölumennska (99%), þar á eftir kemur vélritari (98,5%) og í því þriðja er löglærður aðstoðarmaður (97,6%). Þessi þrjú störf eru þegar orðin sjálfvirk að einhverju leyti og vélvæðing þeirra mun seint hafa mikil áhrif. Neðar á listanum flækjast málin. Ráðskonan er í 35. sæti (94,4%), þjónninn er númer 52 (89,9%) og byggingaverkamaðurinn í 95. sæti (80%). Frey og Osborne benda á að störf símasölumanneskjunnar og gjaldkerans krefjist ákveðinnar víxlverkunar. Þrátt fyrir það þarfnist þessi störf ekki félagslegrar hæfni á háu stigi og séu þar með í hættu á sjálfvirknivæðingu. Vélarnar eru jafnframt líklegar til að erfa störf sem krefjast fimi og krafta enda hafa miklar framfarir átt sér stað í þróun vélmenna. Þangað til að tilfinningarík gervigreind lítur dagsins ljós eru störf félagsráðgjafa, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga óhult. Samkvæmt Frey og Osborne eru starfssvið sem krefjast hluttekningar afar ólíkleg til að falla í vélrænar hendur. Sama á við um listamenn, hönnuði, rithöfunda og fleiri sem reiða sig á sköpunargáfu í starfi sínu. Þannig eru líkur á að vélaverkfræðingurinn haldi velli en hann er í 268. sæti (13,1%), ásamt sjúkraliðanum (4,9%) og tónlistarmanninum (4,5%). Frey og Osborne gera síðan ráð fyrir að starfssvið hótelstjórans verði óhult um ókomna tíð en þeir eru neðstir á lista (0,4%).Ný störf fyrir nýja tímaÞað eru skiptar skoðanir á því hvað sjálfvirknivæðing starfa þýðir í raun og veru. Þýðir það að störfum fækkar? McAfee og Brynjolfsson segja svo ekki vera. Ómögulegt sé að áætla um þróun vinnumarkaða þegar róttækar nýjungar eru annars vegar. Ný störf verða til á grunni nýrra aðstæðna. „Ef þú horfir aðeins á aðstæður eins og þær voru þegar innleiðing sjálfvirkni átti sér stað þá munt þú sjá fækkun starfa,“ ritaði framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil í bók sinni How to Create a Mind. „Þetta er það sem verkamenn í textílverksmiðjum sögðu snemma á 20. öldinni. Nýju störfin urðu til vegna aukinnar velmegunar og nýrra atvinnugreina sem áður fyrr voru duldar.“ Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um „tæknilegt atvinnuleysi“.Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes fram hugmyndina um „tæknilegt atvinnuleysi“. Áhyggjur Keynes beindust að hættulegu og yfirvofandi umróti á vinnumarkaði sem orsakaðist af innreið véla á kostnað verkamanna. Í dag – 80 árum eftir að varnaðarorð Keynes féllu – óttast margir hagfræðingar stöðnun markaða. Að þróaðri markaðir séu staddir í langdregnu tímabili þar sem færri störf verða til, framleiðni minnkar og tekjur dragast saman hjá flestum. Á öndverðum meiði eru tveir prófessorar við tækniháskólann í Massachusetts (MIT). Annar er Andrew McAfee og hinn er hinn íslenskættaði Erik Brynjolfsson. Í bókinni The Second Machine Age sem var gefin út sumarið 2014 færa þeir rök fyrir því að efnahagur heimsins sé á barmi stórfelldra breytinga. Með tilkomu tækja sem byggja á gríðarlegum framförum í sjálfvirkni, gervigreind og hinni stafrænu byltingu internetsins sjá McAfee og Brynjolfsson tímabil vaxtar á sjóndeildarhringnum. Þetta verður þriðja iðnaðarbyltingin.Hinn íslenskættaði Erik Brynjolfsson er prófessor við MIT og með fremstu sérfræðingum veraldar á sviði sjálfvirkni og áhrifum hennar á vinnumarkaði.VÍSIR/MITVeldisaukning á öllum sviðumAð mati prófessoranna hverfist þessi bylting um veldisvöxt á ýmsum sviðum framleiðslu og þróunar. Veldisvöxtur hefur átt sér stað í vinnsluminni tölva, framleiðslu snjalltækja og gagnasöfnum netheima. Í þessu felst vöxtur á hraða sem er í beinu hlutfalli við stærðina sjálfa og þegar tölurnar tvöfaldast á hverju ári verður á endanum erfitt að átta sig á umfangi og áhrifum. Veldisaukning samhliða framförum í vísindum og verkfræði hefur fært okkur samfélag sem nú reiðir sig að mörgu leyti á gervigreind og sjálfvirkni. Að mati McAfee og Brynjolfsson er núverandi stöðnun í atvinnusköpun og framleiðslu vaxtarverkir þessa nýja, sjálfvirka samfélags. Í The Second Machine Age benda þeir á að það hafi tekið áratugi fyrir framleiðendur að átta sig á og læra á gufuvélina, sama á við um rafvæðingu verksmiðja, fjöldaframleiðslu og framleiðslulínuna.Vegleg gjöf nýsköpunarMcAfee og Brynjolfsson hafa engu að síður áhyggjur af því hvernig þessar breytingar verða innleiddar. Þeir taka Instagram og Kodak sem dæmi. Á þeim fimmtán mánuðum sem liðu frá stofnun Instagram til eins milljarðs Bandaríkjadala yfirtöku Facebook á fyrirtækinu höfðu 130 milljónir manna deilt 16 milljörðum mynda í gegnum þjónustuna. Örfáum mánuðum eftir yfirtökuna fór Kodak á hausinn. Brynjolfsson og McAfee benda á að markaðsvirði Facebook og Instagram er nú margfalt meira en Kodak þegar best lét og fámennur hópur innan Facebook hefur nú milljarða dala milli handanna. Þessi hópur hefur tæplega fimm þúsund manns á launaskrá. Þegar Kodak var á toppnum unnu tæplega 150 þúsund manns hjá fyrirtækinu.Í bók sinni hvetja prófessorarnir frumkvöðla, ríkisstjórnir og einstaklinga til að íhuga næstu skref. Nauðsynlegt sé að búa svo um hnútana að sem flestir hagnist á sjálfvirknivæðingunni miklu sem nú knýr á dyr.Samúðin heldur velliAnnað tvíeyki fræðimanna hefur nú reiknað líkur tölvuvæðingar rúmlega 700 mismunandi starfa. Þetta eru dr. Carl Benedikt Frey og dr. Michael A. Osborne en þeir eru báðir prófessorar við Oxford-háskóla. Rannsókn þeirra er sú fyrsta sinnar tegundar. Þeir reiknuðu út hversu móttækileg ákveðin störf eru fyrir sjálfvirkni og tölvuvæðingu út frá nokkrum lykilþáttum. Líklegasta starfið til að falla í hendur tölvunnar er símasölumennska (99%), þar á eftir kemur vélritari (98,5%) og í því þriðja er löglærður aðstoðarmaður (97,6%). Þessi þrjú störf eru þegar orðin sjálfvirk að einhverju leyti og vélvæðing þeirra mun seint hafa mikil áhrif. Neðar á listanum flækjast málin. Ráðskonan er í 35. sæti (94,4%), þjónninn er númer 52 (89,9%) og byggingaverkamaðurinn í 95. sæti (80%). Frey og Osborne benda á að störf símasölumanneskjunnar og gjaldkerans krefjist ákveðinnar víxlverkunar. Þrátt fyrir það þarfnist þessi störf ekki félagslegrar hæfni á háu stigi og séu þar með í hættu á sjálfvirknivæðingu. Vélarnar eru jafnframt líklegar til að erfa störf sem krefjast fimi og krafta enda hafa miklar framfarir átt sér stað í þróun vélmenna. Þangað til að tilfinningarík gervigreind lítur dagsins ljós eru störf félagsráðgjafa, sálfræðinga og hjúkrunarfræðinga óhult. Samkvæmt Frey og Osborne eru starfssvið sem krefjast hluttekningar afar ólíkleg til að falla í vélrænar hendur. Sama á við um listamenn, hönnuði, rithöfunda og fleiri sem reiða sig á sköpunargáfu í starfi sínu. Þannig eru líkur á að vélaverkfræðingurinn haldi velli en hann er í 268. sæti (13,1%), ásamt sjúkraliðanum (4,9%) og tónlistarmanninum (4,5%). Frey og Osborne gera síðan ráð fyrir að starfssvið hótelstjórans verði óhult um ókomna tíð en þeir eru neðstir á lista (0,4%).Ný störf fyrir nýja tímaÞað eru skiptar skoðanir á því hvað sjálfvirknivæðing starfa þýðir í raun og veru. Þýðir það að störfum fækkar? McAfee og Brynjolfsson segja svo ekki vera. Ómögulegt sé að áætla um þróun vinnumarkaða þegar róttækar nýjungar eru annars vegar. Ný störf verða til á grunni nýrra aðstæðna. „Ef þú horfir aðeins á aðstæður eins og þær voru þegar innleiðing sjálfvirkni átti sér stað þá munt þú sjá fækkun starfa,“ ritaði framtíðarfræðingurinn Ray Kurzweil í bók sinni How to Create a Mind. „Þetta er það sem verkamenn í textílverksmiðjum sögðu snemma á 20. öldinni. Nýju störfin urðu til vegna aukinnar velmegunar og nýrra atvinnugreina sem áður fyrr voru duldar.“
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira