Erlent

Jackie Collins látin af völdum brjóstakrabbameins

Bjarki Ármannsson skrifar
Skáldsögur Collins um líf ríka og fræga fólksins nutu gríðarlegra vinsælda.
Skáldsögur Collins um líf ríka og fræga fólksins nutu gríðarlegra vinsælda. Vísir/EPA
Rithöfundurinn Jackie Collins er látin af völdum brjóstakrabbameins, 77 ára að aldri. Í tilkynningu frá aðstandendum hennar segir að hún hafi látist í Los Angeles.

Collins fæddist í Bretlandi en bjó lengi vel í Bandaríkjunum. Skáldsögur hennar um líf ríka og fræga fólksins nutu gríðarlegra vinsælda og rötuðu til að mynda allar 32 á vinsældarlista New York Times blaðsins. Hún var systir leikkonunnar Joan Collins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×