Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 11:45 Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. vísir/vilhelm Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00