Innlent

Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið.
Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið. Vísir/GVA
Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is.

„Án þess að á nokk­urn sé hallað telj­um við Ólöfu vera hæf­asta sjálf­stæðismann­in á land­inu öllu til að leiða flokk­inn, ásamt Bjarna Bene­dikt­syni for­manni, í átt að víðsýnni um­bóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings- og at­vinnu­frels­is með hags­muni þjóðar­inn­ar allr­ar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

„Und­ir­rituð skora hér með á Ólöfu Nor­dal, inn­an­rík­is­ráðherra, að gefa kost á sér til embætt­is vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins sem hefst 23. októ­ber.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur frá stofn­un verið sú stjórn­mála­hreyf­ing sem Íslend­ing­ar treysta best til að stjórna sam­eig­in­leg­um hags­mun­um lands­manna. Hann hef­ur komið að lands­stjórn­inni í 22 af þeirri 31 rík­is­stjórn sem mynduð hef­ur verið frá stofn­un hans og veitt 15 þeirra for­ystu. Á grund­velli stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur Ísland brot­ist úr fá­tækt til vel­meg­un­ar.

Stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins á enn sem fyrr er­indi við sam­tím­ann. Að frum­kvæði Sjálf­stæðis­flokks­ins á þessu kjör­tíma­bili hef­ur tek­ist að tryggja að framtíð Íslands er nú von­um fram­ar björt.

Störf Ólaf­ar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð henn­ar við þeim verk­efn­um sem lífið hef­ur fært henni hafa ein­kennst af æðru­leysi og eru til marks um ágæti henn­ar. Án þess að á nokk­urn sé hallað telj­um við Ólöfu vera hæf­asta sjálf­stæðismann­in á land­inu öllu til að leiða flokk­inn, ásamt Bjarna Bene­dikt­syni for­manni, í átt að víðsýnni um­bóta­stefnu á grund­velli ein­stak­lings- og at­vinnu­frels­is með hags­muni þjóðar­inn­ar allr­ar að leiðarljósi.

Miðviku­dag­inn 30. sept­em­ber 2015

Ásbjörn Ótt­ars­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, Snæ­fells­bæ

Ásdís Snót Guðmunds­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Arn­ar­fjarðar

Berg­lind Sig­urðardótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags­ins í Hvera­gerði

Böðvar Sturlu­son, Stykk­is­hólmi, formaður kjör­dæma­sam­taka ungra sjálf­stæðismanna í NV kjör­dæmi

Guðmund­ur Jón Helga­son, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Seltirn­inga

Haf­dís Gunn­ars­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Ísa­fjarðar

Hjört­ur Sig­urðsson, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags­ins á Pat­reks­firði

Magni Þór Harðar­son, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Fjarðabyggð

Pét­ur Ottesen, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins á Akra­nesi

Sölvi Sól­bergs­son, formaður full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Bol­ung­ar­vík“


Tengdar fréttir

Vilja að Hanna Birna hætti við

Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×