Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2015 11:30 Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið. Vísir/GVA Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“ Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“
Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42
Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16
Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30