Hluti úr Berlínarmúrnum kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:11 Verkið kom til landsins með Hoffelli. Mynd/Samskip Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip
Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30