Náfölnaði þegar sérsveitarmaðurinn birtist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2015 10:37 Handtakan fór fram við Hótel Frón í Reykjavík. vísir/stefán Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom staðsetningarbúnaði fyrir í ferðatösku sem 26 ára gamall Íslendingur tók við fyrir utan Hótel Frón í apríl síðastliðnum. Í töskunni voru 20 kíló af gerviefnum sem komið hafði verið fyrir í stað fíkniefna sem hollensk kona á fimmtugsaldri hafði smyglað inn til landsins. Maðurinn átti að koma efnunum á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir sendiferðina. Fram kom við aðalmeðferð málsins í gær að handtökuskipun hefði komið í gegnum talstöðvakerfi lögreglunnar og voru meðal annars menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra sendir á staðinn til að aðstoða við handtökurnar og tryggja öryggi í og við hótelið. Verjendur í málinu, þeir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Jóhannes Árnason, veltu því upp við aðalmeðferð málsins í gær hvers vegna ákveðið var að handtaka sakborninga á Hótel Fróni í stað þess að láta manninn fara með efnin á næsta áfangastað.Almannahætta og tæknilegir örðugleikar „Þegar hann er kominn með efnin í bílinn er komin almannahætta. Svo eru líka tæknilegir örðugleikar sem valda því að við eltum hann ekki,“ sagði rannsóknarlögreglumaður sem kom að málinu. Vilhjálmur reyndi þá að fá fram í hverju þeir tæknilegir örðugleikar hefðu verið fólgnir en dómari sagði að lögreglumaðurinn þyrfti ekki að svara þeirri spurningu. Verjandinn spurði þá í hverju almannahættan hefði verið fólgin. „Það liggur í hlutarins eðli hvernig menn geta brugðist við ef þeir eru á ferðinni með ólögleg efni,“ svaraði rannsóknarlögreglumaðurinn.Gátu ekki tekið ákvörðun um að láta manninn fara af stað með efnin Sérsveitarmaður sem kom að handtöku mannsins sagði fyrir dómi að manninum hefði verið mjög brugðið þegar hann var handtekinn. Hann hefði náfölnað og verið smeykur. Aðspurður tók sérsveitarmaðurinn undir að það væri akkur í því fyrir lögreglu að ná höfuðpaurunum í máli sem þessu og sagði að eftir á hefði kannski átt að fylgja hinum meintu fíkniefnum á áfangastað. Handtökuskipunin hefði hins vegar komið með mjög stuttum fyrirvara og engin önnur skipun fylgt í kjölfarið. Þá sagði sérsveitarmaðurinn að þeir hefðu ekki haft annað hlutverk á vettvangi en að tryggja öryggi og veita aðstoð við handtökuna. Þeir gátu ekki tekið ákvörðun um að láta hinn grunaða fara af stað með efnin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52 Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15 Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Hollensku móðurinni boðnar allt að 50 þúsund evrur fyrir að smygla fíkniefnum til Íslands með Norrænu Hollenska konan, sem ákærð er fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands í apríl síðastliðnum, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að henni hefði verið boðið að flytja fíkniefni í húsbíl og koma til Íslands með ferjunni Norrænu. 29. september 2015 17:52
Bað um að fá að taka dótturina með sér til Íslands Hollenska konan sem ákærð er fyrir að flytja um 20 kíló af fíkniefnum hingað til lands gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Skýrslutakan tók mikið á hana og brast hún nokkrum sinnum í grát. 29. september 2015 16:15
Átti að fara með töskuna á Grand Hótel og fá 300 þúsund krónur fyrir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hollenskri konu á fimmtugsaldri og 26 ára gömlum íslenskum manni sem ákærð eru í umfangsmiklu fíkniefnamáli hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 29. september 2015 14:14