Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2015 07:00 Ekki una allir Tryggva vistarinnar í tjaldbúðum sínum. vísir/vilhelm „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira