Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. október 2015 14:00 Tveir flutningsmenn í gegnum tíðina, Vilhjálmur Árnason og Guðlaugur Þór Þórðarson, sjást hér til vinstri. Hægra megin eru Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Vísir Frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á lögum sem myndu heimila smásölu áfengis var til umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í annað skipti sem Vilhjálmur leggur frumvarp um þetta fram en fyrra frumvarp hans var ekki afgreitt úr nefnd á síðasta þingi og komst því ekki til annarrar umræðu. Það er hins vegar ekki svo að þetta sé í fyrsta skipti sem lagt er til á Alþingi að hægt verði að selja áfengi í matvöruverslunum. Þingmenn hafa karpað um áfengi frá tímum heimastjórnarinnar en áfengi var bannað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1908. Slakað var á banninu árið 1933 er sala á sterku áfengi var heimiluð á nýjan leik. Árið 1989 var bjórinn leyfður á ný og á undanförnum árum hafa menn deilt um hvort rétt sé að leyfa sölu hans í almennum verslunum. Frumvarp sem leyfir sölu á bjór var samþykkt árið 1988. Aðeins einn þingmaður sem átti þátt í að leyfa bjórinn er enn á þingi en það er Steingrímur J. Sigfússon, þá þingmaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur barðist að vísu ötullega gegn framgöngu málsins alla tíð eða frá því það var fyrst lagt til árið 1983.Mun vínmenning batna eða er hún yfirhöfuð til? „Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frumvarps verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið,“ sagði Steingrímur er málið var lagt fram öðru sinni. Það var árið 1984. Aðrir þingmenn, þeirra á meðal Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins og rithöfundur, töldu að bjór myndi bæta vínmenningu og meðferð Íslendinga á vörunni til muna. Guðrún var ein þeirra þingmanna sem flutti málið fyrst en þegar það var samþykkt var það flutt af allsherjarnefnd. „Alþingi Íslendinga er að því leyti dæmalaus stofnun að hún getur ekki talað um þjóðina í heild eða ástand mála meðal þjóðarinnar öðruvísi en í meðaltölum. Hér hefur verið klifað á því, herra forseti, að með því að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öls hljóti meðaltalsáfengisneyslan að aukast. Það getur vel verið. Mér er bara fyrirmunað að hafa á því minnsta áhuga. Það er nefnilega mikill munur á því hvort öll þjóðin dreypir í áfengi eða hálf þjóðin drekkur sig örvita af áfengi. Á þessu er allur munur,“ sagði Guðrún. Tæpum tveimur áratugum síðar efaðist Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hins vegar um að nokkuð væri til sem héti vínmenning. „Það er mín skoðun að það sé ekkert til sem heitir vínmenning, ekki frekar en við köllum það menningu að borða hafragraut. Það er bara sjálfsagður hlutur og við erum ekkert að leggja áherslu á að það sé einhver menning. Það er bara hið besta mál en það þýðir ekkert að snúa út úr með svona vangaveltum,“ sagði Árni haustið 2007. Vilhjálmur Egilsson virðist hafa verið manna fyrstur til að leggja fram frumvarp sem gefur smásölu frjálsa.vísir/antonFyrsta atrenna að „brennivíni í búðir“ Ef framsöguræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfsstæðisflokksins, frá 10. nóvember 2005, þegar hann flutti frumvarp sitt öðru sinni, er rétt var frumvarp um smásölu áfengis í verslunum fyrst flutt af honum sjálfum á haustmánuðum 1998. Þá tók hann sæti sem varaþingmaður Vesturlandskjördæmis. Það frumvarp er hins vegar hvergi að finna á frumvarpalista 123. þings. Smá grúsk á vef Alþingis bendir til þess að Vilhjálmur Egilsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi rektor Háskólans á Bifröst, hafi verið fyrstur til að flytja slíkt frumvarp árið 2001. Í frumvarpi Vilhjálms var gert ráð fyrir að ÁTVR framseldi einkaleyfi sitt til smásölu áfengis til verslana sem fengið hefðu leyfi sveitarstjórna til að selja áfengi. Einnig var það skilyrði sett að ef verslanir seldu aðrar vörur auk áfengis mætti áfengi aðeins taka fimm prósent af hilluplássi verslananna. Málið komst ekki til umræðu í fyrsta skipti og var því lagt fram á ný á næsta þingi þar sem það náði ekki lengra en í fyrstu umræðu. „Það stingur í stúf að einmitt háttvirtur fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staðið hér í stólnum og annars staðar og flutt langar ræður um óþarfan eftirlitsiðnað á Íslandi sem ríkisvaldið og sveitarfélögin stundi. [...] En hér er hann að setja af stað eftirlitsiðnað eftirlitsiðnaðarins, sérstaka hillurýmiseftirlitsstofnun þar sem menn fara með sérstaka mæla, væntanlega tommustokka, málbönd eða rúmmetramæla, til þess að vita hvort tiltekin verslun fer fram yfir fimm prósent í áfengisgeymslurými,“ sagði Mörður Árnason en talsvert var sett út á framsetningu frumvarpsins. Á þessum tíma voru fleiri mál til umræðu sem þingmenn voru ekki allir sammála um hvort væru mikilvæg eður eigi. Hér á eftir fylgir brot úr ræðu einni Steingríms J. Sigfússonar um áfengisfrumvarpið. „Það má líka segja, herra forseti, að ef geimvera kæmi frá öðrum hnetti, hefði rekið upp á Íslandsstrendur og fylgst með umræðum á löggjafarsamkundu þjóðarinnar þennan herrans dag, þennan drottins dag, 4. febrúar, anno domini 2002, færi hún sennilega heim með þá tilfinningu, sú geimvera, að ekki væri mikið að á Íslandi, því að þar hefðu þingmenn gamnað sér við og eytt heilum degi á hinni virðulegu löggjafarsamkundu í að ræða þessi stóru mál, hvort lögleiða eigi box og hvort fara eigi með brennivín í búðirnar.“ Líkt og alkunna er þá varð aðeins annað þessara frumvarpa að lögum.Í gamalli framsögu Guðlaugs Þórs kemur fram að hann hafi flutt áþekkt frumvarp er hann var varaþingmaður fyrir aldamót.vísir/vilhelmBjór og léttvín í búðir en sterkt vín hjá ÁTVR Guðlaugur Þór flutti fyrst frumvarp áþekkt frumvarpi Vilhjálms árið 2004 en þá hafði talsvert bæst í hóp meðflutningsmanna. Vilhjálmur hafði haft fjóra þingmenn með sér á meðan Guðlaugur hafði ellefu. Í þeim hópi voru Ágúst Ólafur Ágústsson, síðar varaformaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, nú formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Sú breyting var á frumvarpi Guðlaugs að aðeins var gert ráð fyrir því að smásala á bjór og léttvíni, að 22% styrk, væru gefin frjáls. Frumvarpið var alls lagt fram fjórum sinnum af Guðlaugi og í þrígang náði það ekki lengra en til allsherjarnefndar. Eitt skiptið, hið fyrsta, var það ekki tekið fyrir af þinginu. „Þetta frumvarp er hins vegar mjög hógvært skref. Það gerir ráð fyrir því að fleiri aðilum verði heimilt að selja léttvín og bjór í verslunum. Það liggur alveg fyrir og er auðvitað engin spurning að þetta mál verður að veruleika einhvern tímann, það er bara spurning hvenær það gerist. Ef einhver hefur þá vantrú á íslenskri þjóð að hún geti ekki höndlað það að verslunarhættir með þessa vöru séu sambærilegir og í þeim löndum sem við berum okkur saman við hljóta þeir hinir sömu að hafa áhyggjur af ferðum Íslendinga til útlanda,“ sagði Guðlaugur í framsöguræðu sinni. Þess má til gamans geta að í upphafi ræðu sinnar kvartaði Guðlaugur yfir því að þingfundur stæði yfir á sama tíma og íslenska landsliðið í handknattleik tapaði á grátlegan hátt fyrir Rússum á Heimsmeistaramótinu í handbolta árið 2007. Liðið tapaði 28-25 eftir að hafa verið yfir, 24-22, þegar örfáar mínútur lifðu leiks. Tveimur dögum áður hafði liðið tapað 42-41 fyrir Dönum í 8-liða úrslitum í framlengingu. En nóg af útúrdúrum. Líkt og venja hefur verið fyrir er áfengi ber á góma voru þingmenn ekki sammála um frumvarpið. Margir lýstu yfir andúð á frumvarpinu og vildu alls ekki sjá vín í matvöruverslunum á meðan öðrum fannst skrefið sem átti að stíga ekki nógu stórt. „Háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór Þórðarson nefndi í upphafsræðu sinni að þetta væri hógvært skref til hagsbóta og til framfara. En það er nú þannig að þegar fram á veginn skal halda kann að vera skynsamlegt að taka hógvær skref en það getur líka verið skynsamlegt að taka skrefin kröftuglega og það er einmitt það sem mig langar að fjalla aðeins um hvað þetta frumvarp varðar. Ef skrefið er of hógvært á maður á hættu að detta í bæjarlækinn þannig að þá er kannski betra að taka skrefið svolítið rösklegar,“ sagði Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir framíköllum andstæðinga frumvarpsins. Siv Friðleifsdóttir skýrði frá afstöðu Framsóknarmanna. Í bakgrunni sést þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.vísir/antonAllir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið meðflutningsmenn Eitt meginsjónarmið andstæðinga frumvarpsins hefur ávallt verið að það samræmist ekki lýðheilsusjónarmiðum. Ýmist þá að frelsið sem ávinnist með breytingunum sé léttvægt samanborið við hve mikið áfengisneysla og alkóhólismi myndi aukast. „Ábyrgðarleysið og lýðskrumið í þessu máli er yfirgengilegt. Það er svo yfirgengilegt að þegar einn af flutningsmönnum málsins á fyrri stigum þess er orðinn heilbrigðisráðherra lýsir hann því yfir að hann muni ekki lengur beita sér fyrir því að málið nái fram að ganga enda samræmist það engan veginn stöðu hans sem heilbrigðisráðherra.“ Svo talaði Kristinn H. Gunnarsson, sem á þeim tíma var þingmaður Frjálslynda flokksins sáluga, árið 2007. Í ræðu sinni vísar Kristinn til nýs heilbrigðisráðherra, áðurnefnds Guðlaugs Þórs, en hann varð ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eftir þingkosningarnar 2007. Frumvarpið var lagt fram að nýju um haustið en Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, var fyrsti flutningsmaður þess að þessu sinni. Flutningsmennirnir voru sautján en þeirra á meðal voru allir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.Hátt verð og auglýsingabann komi í veg fyrir neikvæða þróun Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, gerði skilmerkilega grein fyrir afstöðu síns flokks í umræðum um málið. Þingflokkur Framsóknar taldi á þessum tíma sjö þingmenn en einn þeirra, Birkir Jón Jónsson, var meðal meðflutningsmanna frumvarpsins og hafði verið það frá því að Guðlaugur Þór lagði það fyrst fram. „Það er almennt vitað að neysla á áfengi er orsakavaldur 4% allra dauðsfalla og örorku í heiminum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er sú alþjóðastofnun sem hefur mesta vigt varðandi heilbrigðismál í heiminum, er áfengi í 5. skaðlegasta sætinu hvað varðar áhættuþætti á heilsu. Áfengið veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak og í þróuðum ríkjum er áfengi talinn þriðji skaðlegasti áhættuþátturinn og veldur 9,2% alls heilsutjóns,“ var meðal þeirra staðreynda sem Siv taldi upp í ræðu sinni. „Hátt verð og takmarkað aðgengi, hár innkaupaaldur og auglýsingabann er það eina sem getur staðið í vegi fyrir neikvæðri þróun í þessum málum, fyrir þeirri þróun að auka vandann í heilbrigðiskerfinu, auka vandann í þjóðfélaginu, auka vandann hjá fjölmörgum fjölskyldum sem eiga um sárt að binda þar sem í mörgu tilliti er um harmleik að ræða, sérstaklega gagnvart börnum í þeim fjölskyldum. Þetta er staðreynd,“ sagði Árni Johnsen í ræðu sem áður hefur verið vikið að. Pétur Blöndal, samflokksmaður Árna, svaraði ræðu hans. „Ef kennsla verður í þeim einstrengingslega predikunartón sem einkenndi ræðu háttvirts þingmanns er ég ansi hræddur um að árangurinn yrði bara nákvæmlega eins og alltaf þegar verið er að predika yfir fólki og setja fram svart/hvíta-heimsmynd. Það leiðir yfirleitt til þess að menn snúast þversum, og þá sérstaklega unglingar.“ Hvorugt frumvarpa Sigurðar Kára varð að lögum.Vilhjálmur Árnason er flutningsmaður málsins nú.vísir/pjeturTelja að ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri Frumvarp Vilhjálms Árnasonar nú er ítarlegra en frumvarp Vilhjálms Egilssonar og nákvæmara þegar kemur að því hvernig skuli staðið að framkvæmd málsins verði það að lögum. Það gengur einnig lengra en frumvörp Guðlaugs Þórs og Sigurðar Kára að því leiti að nú er ekki aðeins rætt um bjór og léttvín í búðir heldur áfengi allt. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins muni hætta að sýsla með áfengi og heita eftir það aðeins Tóbaksverslun ríkisins. Á árum áður hafði ÁTVR einkaleyfi til að sýsla með fleiri vörur en aðeins áfengi og tóbak en til að mynda má benda á að árið 1986 voru samþykkt lög sem afnámu einkarétt ríkisins til að selja vindlingapappír og eldspýtur. Sextán þingmenn úr öllum þingflokkum nema Vinstri grænum og Samfylkingu standa að frumvarpinu nú. Tveir þingmanna Samfylkingarinnar eru ekki meðflutningsmenn nú þrátt fyrir að hafa verið það áður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stóð að baki fyrra frumvarpi Sigurðar Kára en ekki því síðara en þá var hann orðinn ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrín Júlíusdóttir var hins vegar meðflutningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í þrígang. Fylgismenn frumvarpanna hafa ítrekað bent á að þau séu aðeins sjálfsagður liður í að minnka umsvif ríkisins á markaði eða eins og segir í greinargerð með frumvarpi því er nú liggur fyrir þinginu; „ Almennt er óhætt að segja að ekki fari mikið fyrir þeirri skoðun í stjórnmálaumræðu að hið opinbera eigi að standa fyrir verslunarrekstri á Íslandi. Jafnvel má segja að það sé meginregla að hið opinbera eftirláti einkaaðilum að halda uppi slíkri starfsemi.“Verið að tala máli verslunarinnar Einn þingmaður hefur verið manna ötulastur að mæla gegn þessum rökum en það er Ögmundur Jónasson, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. „Hvernig er nú komið fyrir matvörumarkaðnum á Íslandi? Hefur hann ekki verið svolítið í umræðu í þessum þingsal að undanförnu? Er það ekki svo að hann er allur meira og minna kominn í einokunarhendur? Og verður það ekki þannig þegar upp er staðið að einokun ríkisins hefur verið færð í hendur þessara nýju einokunaraðila?“ Svo mælti hann í febrúar 2002 og bætti um betur í keimlíkri ræðu sem hann flutti fimm árum síðar. „Einokun á vegum Bónuss, einokun á vegum Hagkaupa, það er markmiðið.“ Ýmsir hafa höggvið í svipaðan knérunn og Ögmundur og eru sannfærðir um að með auknum umsvifum verslunarinnar muni vöruúrval minnka stórkostlega og að verð muni að öllum líkindum hækka. „Það sem ég yrði hrædd um er að þjónustan, sérstaklega á landsbyggðinni, mundi versna vegna þess að það verður bara að viðurkennast að ÁTVR hefur veitt mjög góða þjónustu úti á landi. Miðað við þann raunveruleika sem við þekkjum held ég að hætta gæti verið á því að úrvalið mundi minnka og þjónustan versna. Ég held að það ætti ef til vill ekki endilega við á stærstu stöðunum, t.d. Akureyri, og ég held að í Reykjavík þyrfti ekki að hafa áhyggjur kannski, en ég tel að þjónusta á landsbyggðinni yrði verri,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, í umræðum í vikunni. Steinunn Valdís hefur setið bæði í borgarstjórn og á þingi og hafði á orði að lengstu umræðurnar væru yfirleitt „annars vegar um hundahald og hins vegar um brennivín."vísir/gvaMálið verið rætt fram og til baka án niðurstöðu „Ég hygg, miðað við mælendaskrá í þessu máli, að tæplega þriðjungur þingheims hafi fjallað um málið í dag og ef fram heldur sem horfir haldi umræðan áfram á morgun. Ég hygg að fleiri þingmenn hafi talað í þessu máli og látið sig þetta mál varða en fjárlögin og fjáraukalögin sem við ræddum um í síðustu viku. Það segir ákveðna sögu í þessu máli,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, árið 2007. Frá aldamótum hefur 34 klukkustundum og hálfri betur verið varið, eða eytt, í umræður um hvort gefa eigi smásölu áfengis frjálsa. Þá eru ekki taldir með nefndarfundir þingmanna. Einnig væri hægt að telja til blaðagreinar, sjónvarpsviðtöl og málþing sem hafa verið haldin um málið. Andstæðingum finnst það eflaust tímasóun enda þvílík fásinna að ræða jafn fáránlegt mál. Þeir sem styðja frumvarpið eru að sjálfsögðu sammála með tímasóunina en á allt öðrum forsendum. Síðar í ræðu Steinunnar Valdísar, sem vitnað er til hér að ofan, sagði hún að hún vildi taka undir orð samflokksmanns síns Guðbjarts Hannessonar. „Ef ég hef skilið þingmanninn rétt þá orðaði hann það á þann veg að þetta væri ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi mál næðu fram að ganga. Ég tek undir það,“ sagði hún. Óvíst er hver endalok frumvarpsins verða nú en margir vonast til þess að það muni í það minnsta komast lengra í þinginu en forverar þess sem hafa aldrei náð í aðra umræðu. Málið hefur hingað til verið sent til allsherjarnefndar en fjórir nefndarmenn hið minnsta styðja frumvarpið. Hluti þingmanna hefur viljað að það renni til velferðarnefndar í stað allsherjarnefndar en nokkuð ljóst er að ekki er meirihluti fyrir málinu þar. Hér að neðan má finna stutt próf þar sem lesendur geta giskað á hvaða þingmaður átti ummælin og hvenær þau féllu. Tengdar fréttir Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Frumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um breytingar á lögum sem myndu heimila smásölu áfengis var til umræðu á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Þetta er í annað skipti sem Vilhjálmur leggur frumvarp um þetta fram en fyrra frumvarp hans var ekki afgreitt úr nefnd á síðasta þingi og komst því ekki til annarrar umræðu. Það er hins vegar ekki svo að þetta sé í fyrsta skipti sem lagt er til á Alþingi að hægt verði að selja áfengi í matvöruverslunum. Þingmenn hafa karpað um áfengi frá tímum heimastjórnarinnar en áfengi var bannað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1908. Slakað var á banninu árið 1933 er sala á sterku áfengi var heimiluð á nýjan leik. Árið 1989 var bjórinn leyfður á ný og á undanförnum árum hafa menn deilt um hvort rétt sé að leyfa sölu hans í almennum verslunum. Frumvarp sem leyfir sölu á bjór var samþykkt árið 1988. Aðeins einn þingmaður sem átti þátt í að leyfa bjórinn er enn á þingi en það er Steingrímur J. Sigfússon, þá þingmaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur barðist að vísu ötullega gegn framgöngu málsins alla tíð eða frá því það var fyrst lagt til árið 1983.Mun vínmenning batna eða er hún yfirhöfuð til? „Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannske einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frumvarps verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið,“ sagði Steingrímur er málið var lagt fram öðru sinni. Það var árið 1984. Aðrir þingmenn, þeirra á meðal Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins og rithöfundur, töldu að bjór myndi bæta vínmenningu og meðferð Íslendinga á vörunni til muna. Guðrún var ein þeirra þingmanna sem flutti málið fyrst en þegar það var samþykkt var það flutt af allsherjarnefnd. „Alþingi Íslendinga er að því leyti dæmalaus stofnun að hún getur ekki talað um þjóðina í heild eða ástand mála meðal þjóðarinnar öðruvísi en í meðaltölum. Hér hefur verið klifað á því, herra forseti, að með því að leyfa framleiðslu og sölu áfengs öls hljóti meðaltalsáfengisneyslan að aukast. Það getur vel verið. Mér er bara fyrirmunað að hafa á því minnsta áhuga. Það er nefnilega mikill munur á því hvort öll þjóðin dreypir í áfengi eða hálf þjóðin drekkur sig örvita af áfengi. Á þessu er allur munur,“ sagði Guðrún. Tæpum tveimur áratugum síðar efaðist Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hins vegar um að nokkuð væri til sem héti vínmenning. „Það er mín skoðun að það sé ekkert til sem heitir vínmenning, ekki frekar en við köllum það menningu að borða hafragraut. Það er bara sjálfsagður hlutur og við erum ekkert að leggja áherslu á að það sé einhver menning. Það er bara hið besta mál en það þýðir ekkert að snúa út úr með svona vangaveltum,“ sagði Árni haustið 2007. Vilhjálmur Egilsson virðist hafa verið manna fyrstur til að leggja fram frumvarp sem gefur smásölu frjálsa.vísir/antonFyrsta atrenna að „brennivíni í búðir“ Ef framsöguræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfsstæðisflokksins, frá 10. nóvember 2005, þegar hann flutti frumvarp sitt öðru sinni, er rétt var frumvarp um smásölu áfengis í verslunum fyrst flutt af honum sjálfum á haustmánuðum 1998. Þá tók hann sæti sem varaþingmaður Vesturlandskjördæmis. Það frumvarp er hins vegar hvergi að finna á frumvarpalista 123. þings. Smá grúsk á vef Alþingis bendir til þess að Vilhjálmur Egilsson, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi rektor Háskólans á Bifröst, hafi verið fyrstur til að flytja slíkt frumvarp árið 2001. Í frumvarpi Vilhjálms var gert ráð fyrir að ÁTVR framseldi einkaleyfi sitt til smásölu áfengis til verslana sem fengið hefðu leyfi sveitarstjórna til að selja áfengi. Einnig var það skilyrði sett að ef verslanir seldu aðrar vörur auk áfengis mætti áfengi aðeins taka fimm prósent af hilluplássi verslananna. Málið komst ekki til umræðu í fyrsta skipti og var því lagt fram á ný á næsta þingi þar sem það náði ekki lengra en í fyrstu umræðu. „Það stingur í stúf að einmitt háttvirtur fyrsti flutningsmaður frumvarpsins hefur staðið hér í stólnum og annars staðar og flutt langar ræður um óþarfan eftirlitsiðnað á Íslandi sem ríkisvaldið og sveitarfélögin stundi. [...] En hér er hann að setja af stað eftirlitsiðnað eftirlitsiðnaðarins, sérstaka hillurýmiseftirlitsstofnun þar sem menn fara með sérstaka mæla, væntanlega tommustokka, málbönd eða rúmmetramæla, til þess að vita hvort tiltekin verslun fer fram yfir fimm prósent í áfengisgeymslurými,“ sagði Mörður Árnason en talsvert var sett út á framsetningu frumvarpsins. Á þessum tíma voru fleiri mál til umræðu sem þingmenn voru ekki allir sammála um hvort væru mikilvæg eður eigi. Hér á eftir fylgir brot úr ræðu einni Steingríms J. Sigfússonar um áfengisfrumvarpið. „Það má líka segja, herra forseti, að ef geimvera kæmi frá öðrum hnetti, hefði rekið upp á Íslandsstrendur og fylgst með umræðum á löggjafarsamkundu þjóðarinnar þennan herrans dag, þennan drottins dag, 4. febrúar, anno domini 2002, færi hún sennilega heim með þá tilfinningu, sú geimvera, að ekki væri mikið að á Íslandi, því að þar hefðu þingmenn gamnað sér við og eytt heilum degi á hinni virðulegu löggjafarsamkundu í að ræða þessi stóru mál, hvort lögleiða eigi box og hvort fara eigi með brennivín í búðirnar.“ Líkt og alkunna er þá varð aðeins annað þessara frumvarpa að lögum.Í gamalli framsögu Guðlaugs Þórs kemur fram að hann hafi flutt áþekkt frumvarp er hann var varaþingmaður fyrir aldamót.vísir/vilhelmBjór og léttvín í búðir en sterkt vín hjá ÁTVR Guðlaugur Þór flutti fyrst frumvarp áþekkt frumvarpi Vilhjálms árið 2004 en þá hafði talsvert bæst í hóp meðflutningsmanna. Vilhjálmur hafði haft fjóra þingmenn með sér á meðan Guðlaugur hafði ellefu. Í þeim hópi voru Ágúst Ólafur Ágústsson, síðar varaformaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, nú formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Sú breyting var á frumvarpi Guðlaugs að aðeins var gert ráð fyrir því að smásala á bjór og léttvíni, að 22% styrk, væru gefin frjáls. Frumvarpið var alls lagt fram fjórum sinnum af Guðlaugi og í þrígang náði það ekki lengra en til allsherjarnefndar. Eitt skiptið, hið fyrsta, var það ekki tekið fyrir af þinginu. „Þetta frumvarp er hins vegar mjög hógvært skref. Það gerir ráð fyrir því að fleiri aðilum verði heimilt að selja léttvín og bjór í verslunum. Það liggur alveg fyrir og er auðvitað engin spurning að þetta mál verður að veruleika einhvern tímann, það er bara spurning hvenær það gerist. Ef einhver hefur þá vantrú á íslenskri þjóð að hún geti ekki höndlað það að verslunarhættir með þessa vöru séu sambærilegir og í þeim löndum sem við berum okkur saman við hljóta þeir hinir sömu að hafa áhyggjur af ferðum Íslendinga til útlanda,“ sagði Guðlaugur í framsöguræðu sinni. Þess má til gamans geta að í upphafi ræðu sinnar kvartaði Guðlaugur yfir því að þingfundur stæði yfir á sama tíma og íslenska landsliðið í handknattleik tapaði á grátlegan hátt fyrir Rússum á Heimsmeistaramótinu í handbolta árið 2007. Liðið tapaði 28-25 eftir að hafa verið yfir, 24-22, þegar örfáar mínútur lifðu leiks. Tveimur dögum áður hafði liðið tapað 42-41 fyrir Dönum í 8-liða úrslitum í framlengingu. En nóg af útúrdúrum. Líkt og venja hefur verið fyrir er áfengi ber á góma voru þingmenn ekki sammála um frumvarpið. Margir lýstu yfir andúð á frumvarpinu og vildu alls ekki sjá vín í matvöruverslunum á meðan öðrum fannst skrefið sem átti að stíga ekki nógu stórt. „Háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór Þórðarson nefndi í upphafsræðu sinni að þetta væri hógvært skref til hagsbóta og til framfara. En það er nú þannig að þegar fram á veginn skal halda kann að vera skynsamlegt að taka hógvær skref en það getur líka verið skynsamlegt að taka skrefin kröftuglega og það er einmitt það sem mig langar að fjalla aðeins um hvað þetta frumvarp varðar. Ef skrefið er of hógvært á maður á hættu að detta í bæjarlækinn þannig að þá er kannski betra að taka skrefið svolítið rösklegar,“ sagði Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, undir framíköllum andstæðinga frumvarpsins. Siv Friðleifsdóttir skýrði frá afstöðu Framsóknarmanna. Í bakgrunni sést þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson.vísir/antonAllir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið meðflutningsmenn Eitt meginsjónarmið andstæðinga frumvarpsins hefur ávallt verið að það samræmist ekki lýðheilsusjónarmiðum. Ýmist þá að frelsið sem ávinnist með breytingunum sé léttvægt samanborið við hve mikið áfengisneysla og alkóhólismi myndi aukast. „Ábyrgðarleysið og lýðskrumið í þessu máli er yfirgengilegt. Það er svo yfirgengilegt að þegar einn af flutningsmönnum málsins á fyrri stigum þess er orðinn heilbrigðisráðherra lýsir hann því yfir að hann muni ekki lengur beita sér fyrir því að málið nái fram að ganga enda samræmist það engan veginn stöðu hans sem heilbrigðisráðherra.“ Svo talaði Kristinn H. Gunnarsson, sem á þeim tíma var þingmaður Frjálslynda flokksins sáluga, árið 2007. Í ræðu sinni vísar Kristinn til nýs heilbrigðisráðherra, áðurnefnds Guðlaugs Þórs, en hann varð ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eftir þingkosningarnar 2007. Frumvarpið var lagt fram að nýju um haustið en Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, var fyrsti flutningsmaður þess að þessu sinni. Flutningsmennirnir voru sautján en þeirra á meðal voru allir núverandi ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.Hátt verð og auglýsingabann komi í veg fyrir neikvæða þróun Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, gerði skilmerkilega grein fyrir afstöðu síns flokks í umræðum um málið. Þingflokkur Framsóknar taldi á þessum tíma sjö þingmenn en einn þeirra, Birkir Jón Jónsson, var meðal meðflutningsmanna frumvarpsins og hafði verið það frá því að Guðlaugur Þór lagði það fyrst fram. „Það er almennt vitað að neysla á áfengi er orsakavaldur 4% allra dauðsfalla og örorku í heiminum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðheilbrigðismálastofnunarinnar, sem er sú alþjóðastofnun sem hefur mesta vigt varðandi heilbrigðismál í heiminum, er áfengi í 5. skaðlegasta sætinu hvað varðar áhættuþætti á heilsu. Áfengið veldur álíka miklu heilsutjóni og tóbak og í þróuðum ríkjum er áfengi talinn þriðji skaðlegasti áhættuþátturinn og veldur 9,2% alls heilsutjóns,“ var meðal þeirra staðreynda sem Siv taldi upp í ræðu sinni. „Hátt verð og takmarkað aðgengi, hár innkaupaaldur og auglýsingabann er það eina sem getur staðið í vegi fyrir neikvæðri þróun í þessum málum, fyrir þeirri þróun að auka vandann í heilbrigðiskerfinu, auka vandann í þjóðfélaginu, auka vandann hjá fjölmörgum fjölskyldum sem eiga um sárt að binda þar sem í mörgu tilliti er um harmleik að ræða, sérstaklega gagnvart börnum í þeim fjölskyldum. Þetta er staðreynd,“ sagði Árni Johnsen í ræðu sem áður hefur verið vikið að. Pétur Blöndal, samflokksmaður Árna, svaraði ræðu hans. „Ef kennsla verður í þeim einstrengingslega predikunartón sem einkenndi ræðu háttvirts þingmanns er ég ansi hræddur um að árangurinn yrði bara nákvæmlega eins og alltaf þegar verið er að predika yfir fólki og setja fram svart/hvíta-heimsmynd. Það leiðir yfirleitt til þess að menn snúast þversum, og þá sérstaklega unglingar.“ Hvorugt frumvarpa Sigurðar Kára varð að lögum.Vilhjálmur Árnason er flutningsmaður málsins nú.vísir/pjeturTelja að ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri Frumvarp Vilhjálms Árnasonar nú er ítarlegra en frumvarp Vilhjálms Egilssonar og nákvæmara þegar kemur að því hvernig skuli staðið að framkvæmd málsins verði það að lögum. Það gengur einnig lengra en frumvörp Guðlaugs Þórs og Sigurðar Kára að því leiti að nú er ekki aðeins rætt um bjór og léttvín í búðir heldur áfengi allt. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins muni hætta að sýsla með áfengi og heita eftir það aðeins Tóbaksverslun ríkisins. Á árum áður hafði ÁTVR einkaleyfi til að sýsla með fleiri vörur en aðeins áfengi og tóbak en til að mynda má benda á að árið 1986 voru samþykkt lög sem afnámu einkarétt ríkisins til að selja vindlingapappír og eldspýtur. Sextán þingmenn úr öllum þingflokkum nema Vinstri grænum og Samfylkingu standa að frumvarpinu nú. Tveir þingmanna Samfylkingarinnar eru ekki meðflutningsmenn nú þrátt fyrir að hafa verið það áður. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, stóð að baki fyrra frumvarpi Sigurðar Kára en ekki því síðara en þá var hann orðinn ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrín Júlíusdóttir var hins vegar meðflutningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í þrígang. Fylgismenn frumvarpanna hafa ítrekað bent á að þau séu aðeins sjálfsagður liður í að minnka umsvif ríkisins á markaði eða eins og segir í greinargerð með frumvarpi því er nú liggur fyrir þinginu; „ Almennt er óhætt að segja að ekki fari mikið fyrir þeirri skoðun í stjórnmálaumræðu að hið opinbera eigi að standa fyrir verslunarrekstri á Íslandi. Jafnvel má segja að það sé meginregla að hið opinbera eftirláti einkaaðilum að halda uppi slíkri starfsemi.“Verið að tala máli verslunarinnar Einn þingmaður hefur verið manna ötulastur að mæla gegn þessum rökum en það er Ögmundur Jónasson, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði. „Hvernig er nú komið fyrir matvörumarkaðnum á Íslandi? Hefur hann ekki verið svolítið í umræðu í þessum þingsal að undanförnu? Er það ekki svo að hann er allur meira og minna kominn í einokunarhendur? Og verður það ekki þannig þegar upp er staðið að einokun ríkisins hefur verið færð í hendur þessara nýju einokunaraðila?“ Svo mælti hann í febrúar 2002 og bætti um betur í keimlíkri ræðu sem hann flutti fimm árum síðar. „Einokun á vegum Bónuss, einokun á vegum Hagkaupa, það er markmiðið.“ Ýmsir hafa höggvið í svipaðan knérunn og Ögmundur og eru sannfærðir um að með auknum umsvifum verslunarinnar muni vöruúrval minnka stórkostlega og að verð muni að öllum líkindum hækka. „Það sem ég yrði hrædd um er að þjónustan, sérstaklega á landsbyggðinni, mundi versna vegna þess að það verður bara að viðurkennast að ÁTVR hefur veitt mjög góða þjónustu úti á landi. Miðað við þann raunveruleika sem við þekkjum held ég að hætta gæti verið á því að úrvalið mundi minnka og þjónustan versna. Ég held að það ætti ef til vill ekki endilega við á stærstu stöðunum, t.d. Akureyri, og ég held að í Reykjavík þyrfti ekki að hafa áhyggjur kannski, en ég tel að þjónusta á landsbyggðinni yrði verri,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð, í umræðum í vikunni. Steinunn Valdís hefur setið bæði í borgarstjórn og á þingi og hafði á orði að lengstu umræðurnar væru yfirleitt „annars vegar um hundahald og hins vegar um brennivín."vísir/gvaMálið verið rætt fram og til baka án niðurstöðu „Ég hygg, miðað við mælendaskrá í þessu máli, að tæplega þriðjungur þingheims hafi fjallað um málið í dag og ef fram heldur sem horfir haldi umræðan áfram á morgun. Ég hygg að fleiri þingmenn hafi talað í þessu máli og látið sig þetta mál varða en fjárlögin og fjáraukalögin sem við ræddum um í síðustu viku. Það segir ákveðna sögu í þessu máli,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þáverandi þingmaður Samfylkingarinnar, árið 2007. Frá aldamótum hefur 34 klukkustundum og hálfri betur verið varið, eða eytt, í umræður um hvort gefa eigi smásölu áfengis frjálsa. Þá eru ekki taldir með nefndarfundir þingmanna. Einnig væri hægt að telja til blaðagreinar, sjónvarpsviðtöl og málþing sem hafa verið haldin um málið. Andstæðingum finnst það eflaust tímasóun enda þvílík fásinna að ræða jafn fáránlegt mál. Þeir sem styðja frumvarpið eru að sjálfsögðu sammála með tímasóunina en á allt öðrum forsendum. Síðar í ræðu Steinunnar Valdísar, sem vitnað er til hér að ofan, sagði hún að hún vildi taka undir orð samflokksmanns síns Guðbjarts Hannessonar. „Ef ég hef skilið þingmanninn rétt þá orðaði hann það á þann veg að þetta væri ekki spurning um hvort heldur hvenær þessi mál næðu fram að ganga. Ég tek undir það,“ sagði hún. Óvíst er hver endalok frumvarpsins verða nú en margir vonast til þess að það muni í það minnsta komast lengra í þinginu en forverar þess sem hafa aldrei náð í aðra umræðu. Málið hefur hingað til verið sent til allsherjarnefndar en fjórir nefndarmenn hið minnsta styðja frumvarpið. Hluti þingmanna hefur viljað að það renni til velferðarnefndar í stað allsherjarnefndar en nokkuð ljóst er að ekki er meirihluti fyrir málinu þar. Hér að neðan má finna stutt próf þar sem lesendur geta giskað á hvaða þingmaður átti ummælin og hvenær þau féllu.
Tengdar fréttir Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00 Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17 Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Landlæknir: Gengið yfir þá sem minna mega sín Birgi Jakobssyni landlækni kemur á óvart að sömu vandamál steðja að nú og þegar hann vann hér á landi sem barnalæknir árið 1988. Aðgerðaleysið er dýrkeypt. Hann ræðir um vandann og úrlausnirnar og hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem gerir hann sorgmæddan. 15. maí 2015 09:00
Kári Stefánsson: Líklegra að fólk kjósi Sjálfstæðisflokkinn ef það er ölvað Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar baunar á „atkvæðasmölun“ Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 18. september 2015 10:17
Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36
Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00