Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 15:25 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn með lögregla var þar. Vísir/GVA Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“