Grunaður um morð á Akranesi: Yfirgaf vettvang meðan lögreglan var á staðnum Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2015 15:25 Hinn grunaði var handtekinn á strætóbiðstöð eftir að hafa yfirgefið vettvanginn með lögregla var þar. Vísir/GVA Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að. Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið karlmanni að bana á Akranesi síðastliðinn föstudag yfirgaf vettvang árásarinnar á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn beittu endurlífgunartilraunum á fórnarlambinu. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Vesturlands yfir manninum sem birtur er á vef Hæstaréttar. Hinn grunaði var handtekinn við strætóbiðstöð á Akranesi skömmu eftir að fórnarlambið hafði verið flutt á sjúkrahús. Var maðurinn áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér.Vitni beitti hjartahnoði Í greinargerð lögreglustjórans á Vesturlandi kemur fram að lögreglu barst skilaboð frá Neyðarlínunni klukkan 17:21 föstudaginn 2. október síðastliðinn um meðvitundarleysi í íbúð á Akranesi. Lögreglumenn fóru strax á vettvang og á leiðinni bárust þeim upplýsingar um að hugsanlega væri um hengingu að ræða. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar hinn grunaði og vitni að árásinni sem beitti hjartahnoði á fórnarlambið. Lögreglan segir manninn sem lést ekki hafa verið með púls og ekki andað, verið blóðugur í andliti og byrjaður að blána. Lögreglumenn tóku yfir endurlífgunartilraunir á þessu stigi.Komst aldrei til meðvitundar Skömmu á eftir lögreglu mættu sjúkraflutningsmenn á vettvang ásamt vaktlækni og hjúkrunarfræðingi. Fórnarlambið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús á Akranesi en þar var strax tekin ákvörðun um að flytja hann á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn komst aldrei til meðvitundar og lést á miðvikudag. Í greinargerð lögreglustjórans er haft eftir vitni á vettvangi að það hefði fyrr um daginn heyrt hinn grunaða og hinn látna rífast. Þegar vitnið heyrði að hinn grunaði hefði farið út úr íbúðinni hefði það farið út úr herbergi sínu. Sagðist vitnið hafa heyrt í kærða vera að moka úti og þá farið að kanna með brotaþola og séð hann á grúfu í stofu íbúðarinnar. Var fórnarlambið þá búið að missa þvag og verið orðinn blár í framan. Vitnið hefði sagt að reim hefði verið utan um hálsinn á brotaþola og belti við hlið hans og að blóð hefði verið á beltinu.Stoppaði þegar hann heyrði í sírenum Reim hefði verið bundin utan um háls brotaþola en ekki fest nein staðar. Vitnið greindi frá því að það hefði hringt í 112 og kallað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna og lögreglu. Á meðan símtalinu stóð hefði hinn grunaði komið inn aftur, tekið reimina sem áður hafði verið um háls brotaþola, brugðið henni um háls brotaþola og hert að. Vitnið hefði reynt að stöðva hinn grunaða, sem stoppaði þegar hann heyrði í sírenum lögreglubifreiðar nálgast húsið.Höfðu afskipti af hinum grunaða fyrr um daginn Lögreglumenn, auk rannsóknarlögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fundu reim og belti í frystikistu í eldhúsi. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla afskipti af hinum grunaða vegna ölvunaróláta hans. Hann var klæddur í sömu föt og við handtökuna, utan þess sem að þá hafi hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst í fötum brotaþola þegar hann hafi verið afklæddur á sjúkrahúsi.Neitaði sök Hinn grunaði tjáði sig ekki mikið við skýrslutöku en neitaði sök og taldi sig hafa verið að reyna að bjarga lífi brotaþola. Lögregla segir hinn grunaða hafa ítrekað við handtökuna að fórnarlambið hefði tekið inn morfíntöflur sem hinn grunaði átti og að fórnarlambið hefði dáið. Að mati Héraðsdóms Vesturlands er fyrir hendi rökstuddur grunur um að hinn grunaði hefði framið verknað sem fangelsisrefsing liggi við með því að hafa brugðið ól um háls brotaþola og hert að.
Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést eftir árás á Akranesi Var 58 ára gamall. 9. október 2015 13:49 Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Mannslát rannsakað sem morð Alvarleg árás í heimahúsi á Vitateig á Akranesi sem leiddi til andláts karlmanns er nú rannsakað sem morð. Einn er grunaður um verknaðinn og er í gæsluvarðhaldi. 8. október 2015 10:00