Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 09:42 Vísir/Getty Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015 Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Jürgen Klopp sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem knattspyrnustjóri Liverpool í morgun. Eins og búast mátti við var fundurinn líflegur og lét Klopp mörg stórskemmtileg ummæli falla. Klopp var minntur á að þegar Jose Mourinho var fyrst ráðinn til Chelsea sagðist hann vera „sá sérstaki“ eins og margfrægt er orðið. Klopp var því beðinn um að lýsa sjálfum sér.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Ég er bara venjulegur maður frá Svartaskógi í Þýskalandi. Ég var miðlungsfótboltamaður og gerðist þjálfari hjá mjög sérstökum félögum. En ég er algjörlega venjulegur maður. Ég er sá venjulegi,“ sagði Klopp og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.Vísir/GettyFundurinn var langur og svör Klopp voru ítarleg. Meðal þess sem hann sagði að hann telur að Liverpool getur unnið titil á næstu fjórum árum. Hann bað þó um þolinmæði. „Þetta er allt saman óraunverulegt fyrir manni,“ sagði Klopp sem skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool í gærkvöldi. Umstangið síðustu daga hefur verið mikið en Klopp segist ekki hafa áhuga á slíku. „Ég er venjulegur knattspyrnustjóri og vil vinna með liðinu og vera á hliðarlínunni. Þegar ég fór frá Dortmund [í sumar] fannst mér mikilvægara að hugsa um hvað fólki fannst um mig þegar ég kvaddi félagið - ekki þegar ég kom.“ „En ég bið um að fá tíma. Með þolinmæði og vinnu getur Liverpool náð árangri. Ef við sitjum hér saman eftir fjögur ár þá verður kominn titill á því tímabili.“Vísir/GettyKlopp segir að hann telji það ekki vandamál að starfa með félagskiptanefnd Liverpool sem ákveður stefnu liðsins í leikmannakaupum. „Hvað mig varðar er það nóg að eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli má ræða allt saman. Það myndi ekki taka langan tíma því við viljum aðeins ræða um mjög góða leikmenn.“ Hann vill snúa við gengi liðsins og segir að nú sé rétti tíminn fyrir félagið að byrja upp á nýtt. „Það skiptir ekki svo miklu máli hver verður meistari heldur en að við spilum okkar leik og njótum trausts og stuðnings fólksins. Við verðum að breytast úr efasemdarfólki í fólk sem trúir.“ Klopp sagði að það væri mikill heiður að fá að þjálfa jafn stórt félag og Liverpool. „Þetta er mesti heiður sem ég get ímyndað mér. Þetta er eitt stærsta félag heims. Ég fæ nú tækifæri til að hjálpa félaginu að komast úr aðstæðum sem eru ekki jafn slæmar og margir í þessu herbergi álíta. Þetta er góður tími fyrir mína aðkomu að liðinu. Ég er stoltur.“ „Þetta er ekki venjulegt félag. Þetta er sérstakt félag.“Behind the scenes at Anfield with Jürgen Klopp. See even more golden moments from the new manager's first day only on LFCTV and LFCTV GO by subscribing now: http://www.liverpoolfc.com/watch #KloppLFCPosted by Liverpool FC on Friday, October 9, 2015
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30