Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2015 20:00 Sigurjón Þ. Árnason ásamt verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni. Sigurjón þurfti að greiða hluta málskostnaðar og laun verjanda síns, alls tæpar 29 milljónir króna. vísir/gva Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir dóm Hæstaréttar í Imon-málinu vera óskiljanlegan, kolrangan og í engu samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að öðru leiti ætlar hann ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurjón var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í málinu en hafði áður verið sýknaður í héraði. Sigríður Elín Sigfúsdóttir hlaut átján mánaða dóm og dómur yfir Steinþóri Gunnarssyni, þeim eina sem hlotið hafði dóm í héraði, var þyngdur úr níu mánaða skilorðsbundnu fangelsi í níu mánuði óskilorðsbundna. Í málinu voru Sigurjón, sem bankastjóri Landsbankans, og Sigríður Elín, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sama banka, ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa 30. september 2008 farið út fyrir heimildir til lánveitinga er þau í sameiningu veittu félaginu Imon ehf. rúmlega fimm milljarða króna lán til að fjármagna að fullu kaup félagsins á hlutum í Landsbankanum, án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Einnig voru þau ákærð fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til framangreindra hlutabréfakaupa og borið af þeim fulla markaðsáhættu. Þá voru Sigurjón og Steinþór ákærðir fyrir markaðsmisnotkun við sölu á hlutum í eigu Sigurjóns til Imon og Azaela Resources þann 3. október 2008.Ekkert hefur greiðst af upphæðinni Dómur Hæstaréttar er afar ítarlegur en dómurinn, sem var fjölskipaður, kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón og Elín hefðu átt að gera sér grein fyrir að með lánveitingunum gegn kolrangt verðmetnum tryggingum hefðu þau vikið frá því sem krafist var af þeim í þeirra störfum. „Við mat á því hvort ákærðu hafi vikið verulega frá þeim starfsháttum, sem þeim hlaut að vera ljóst að af þeim var krafist sem bankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf., verður að líta til þess að trúnaðarskylda þeirra var mjög rík. Það stafaði ekki aðeins af því að bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viðskiptabanki sem hafði heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Óvarlegar ákvarðanir þeirra um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.“ Voru Sigurjón og Elín sakfelld fyrir umboðssvik. Sigurjón var að auki sakfelldur fyrir umboðssvik en Elín aðeins fyrir hlutdeild í þeim brotum þar sem hún kom hvorki að sölu hlutabréfanna né tilkynningu hennar til Kauphallarinnar. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa sem miðlari í viðskiptum með bréf Imon til Azaela Resources tilkynnt þau til Kauphallarinnar án þrátt fyrir að hafa vitneskju um að þau væru að fullu fjármögnuð með láni frá Landsbankanum án frekari trygginga fyrir láninu. Við ákvörðun á refsingu horfði dómstóllinn til þess að um afar háa upphæð, tæplega 5,2 milljarða, var að ræða og að ekkert hafi greiðst af henni. Brotið hafi verið framið í sameiningu og fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot sem leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin hafi beinst í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi og „verður tjónið, sem af þeim hlaust, ekki metið til fjár.“ Einnig var tekið tillit til þess að engum var hyglt með kaupunum og að um fyrsta brot væri að ræða. Sigurjón var í nóvember dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa blekkt almenning, ásamt öðrum, með að handstýra verði hlutabréfa í bankanum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir dóm Hæstaréttar í Imon-málinu vera óskiljanlegan, kolrangan og í engu samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að öðru leiti ætlar hann ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurjón var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í málinu en hafði áður verið sýknaður í héraði. Sigríður Elín Sigfúsdóttir hlaut átján mánaða dóm og dómur yfir Steinþóri Gunnarssyni, þeim eina sem hlotið hafði dóm í héraði, var þyngdur úr níu mánaða skilorðsbundnu fangelsi í níu mánuði óskilorðsbundna. Í málinu voru Sigurjón, sem bankastjóri Landsbankans, og Sigríður Elín, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sama banka, ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa 30. september 2008 farið út fyrir heimildir til lánveitinga er þau í sameiningu veittu félaginu Imon ehf. rúmlega fimm milljarða króna lán til að fjármagna að fullu kaup félagsins á hlutum í Landsbankanum, án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Einnig voru þau ákærð fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til framangreindra hlutabréfakaupa og borið af þeim fulla markaðsáhættu. Þá voru Sigurjón og Steinþór ákærðir fyrir markaðsmisnotkun við sölu á hlutum í eigu Sigurjóns til Imon og Azaela Resources þann 3. október 2008.Ekkert hefur greiðst af upphæðinni Dómur Hæstaréttar er afar ítarlegur en dómurinn, sem var fjölskipaður, kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón og Elín hefðu átt að gera sér grein fyrir að með lánveitingunum gegn kolrangt verðmetnum tryggingum hefðu þau vikið frá því sem krafist var af þeim í þeirra störfum. „Við mat á því hvort ákærðu hafi vikið verulega frá þeim starfsháttum, sem þeim hlaut að vera ljóst að af þeim var krafist sem bankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf., verður að líta til þess að trúnaðarskylda þeirra var mjög rík. Það stafaði ekki aðeins af því að bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viðskiptabanki sem hafði heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Óvarlegar ákvarðanir þeirra um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.“ Voru Sigurjón og Elín sakfelld fyrir umboðssvik. Sigurjón var að auki sakfelldur fyrir umboðssvik en Elín aðeins fyrir hlutdeild í þeim brotum þar sem hún kom hvorki að sölu hlutabréfanna né tilkynningu hennar til Kauphallarinnar. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa sem miðlari í viðskiptum með bréf Imon til Azaela Resources tilkynnt þau til Kauphallarinnar án þrátt fyrir að hafa vitneskju um að þau væru að fullu fjármögnuð með láni frá Landsbankanum án frekari trygginga fyrir láninu. Við ákvörðun á refsingu horfði dómstóllinn til þess að um afar háa upphæð, tæplega 5,2 milljarða, var að ræða og að ekkert hafi greiðst af henni. Brotið hafi verið framið í sameiningu og fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot sem leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin hafi beinst í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi og „verður tjónið, sem af þeim hlaust, ekki metið til fjár.“ Einnig var tekið tillit til þess að engum var hyglt með kaupunum og að um fyrsta brot væri að ræða. Sigurjón var í nóvember dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa blekkt almenning, ásamt öðrum, með að handstýra verði hlutabréfa í bankanum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00
Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40
„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29