Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 11:59 Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins í dag. Vísir/Vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen segir óákveðið hvað taki við hjá sér eftir að keppnistímabilinu lýkur í Kína um miðjan næsta mánuð. Samningur hans við Shijiazhuang Ever Bright rennur þá út en hann mun ekki ræða framhaldið fyrr en þá. Eiður Smári er nú staddur hér á landi þar sem að íslenska landsliðið á tvo síðustu leiki sína fram undan í undankeppni EM 2016. Ísland er sem kunnugt er þegar búið að tryggja sæti sitt í lokakeppninni en Eiður segir, eins og aðrir landsliðsmenn, að liðið ætli sér að vinna leikina tvo og tryggja sér efsta sæti riðilins. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og segir Eiður að undirbúningurinn í vikunni hafi verið svipaður og fyrir aðra leiki hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfurum. „Það er eitt af því sem Lars hefur komið með inn í liðið er að það er mikið um endurtekningar,“ sagði Eiður Smári í samtali við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í morgun. „Við höfum auðvitað líka farið yfir lettneska liðið en heilt yfir er þetta mikil endurtekning, bæði í varnarleik okkar og sóknarleik.“Sjá einnig: Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Hann segir að það sé erfitt að brjóta lið Lettlands niður, líkt og hafi komið í ljós í leikjum liðsins gegn Tyrklandi og Tékklandi. Lettar hafi breytt leikstíl sínum mikið og orðið þétt varnarlið sem stóli meira á skyndisóknir. „Við þurfum að vera með aðeins annað hugarfar og stjórna leiknum meira en þegar við mætum liðum eins og Hollandi, Tékklandi og Tyrklandi,“ sagði Eiður Smári og bætir við að það sé lítið breytt í kringum landsliðið þó svo að liðið sé nú þegar komið á EM.Vísir/AFPSkiptir máli að spila fyrir framan íslensku þjóðina„Það væri bara vanvirðing að ætla bara að komast í gegnum þessa tvo leiki sem eftir eru. Við ætlum okkur efsta sæti riðilsins og það hefur svo mikið verið fjallað um þriðja styrkleikaflokkinn sem við eigum möguleika á að komast í.“ „En svo skiptir líka máli að spila landsleik fyrir framan íslensku þjóðina. Það hefur sitt að segja.“ Eiður segir að það ríki vitanlega mikil tilhlökkun hjá honum fyrir EM eins og öllum öðrum. „Þetta verður það mikið ævintýri að það er ekki annað hægt að vera spenntur. Eftir því sem nær dregur mun spenningurinn bara magnast.“ Heimsfrétt sem náði til Kína Hann segir að sér hafi vitanlega verið óskað til hamingju þegar hann kom aftur til síns liðs í Kína enda hafi það verið heimsfrétt að jafn lítil þjóð og Ísland hafi komist á stórmót í knattspyrnu. „Sú frétt náði alveg til Kína líka,“ segir hann. Eiður er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem spilar nú í Kína og hefur verið fjallað um löng ferðalög þeirra fyrir og eftir landsleikjaverkefni. „Það hefur gengið mun betur að koma hingað til Evrópu og heim til Íslands en að fara aftur út. Ég lenti í djöfullegu ferðalagi eftir síðasta leik þar sem ég lagði af stað á þriðjudegi en var kominn á endastöð á laugardegi,“ segir hann og brosir. „Ég hef líka verið heppinn með það að ég hef fengið nokkra frídaga áður en ég kem heim og því er öll ferðaþreyta úr sögunni hjá manni þegar maður hittir svo landsliðið.“Sjá einnig: Landkönnuðurinn Eiður SmáriEiður hefur áður greint frá því að það hafi reynt á hann fyrstu vikurnar og mánuðina í Kína en að það hafi svo lagast til muna. Eiður var varamaður í fyrstu sjö leikjum sínum með liðinu en byrjað svo síðustu fjóra hjá Shijiazhuang, sem er í sjötta sæti kínversku deildarinnar. „Sérstaklega hefur síðasti mánuður verið allt annar. Nú veit maður að hverju maður er að ganga - maður þekkir umhverfið og lífið þarna úti. Það er líka mikill munur að ég hef spilað hvern leik upp á síðkastið og það er stærstu parturinn af þessu - að spila fótbolta.“ Engin skýr mynd um framhaldið Hann er samningsbundinn Shijiazhuang til loka tímabilsins og það tekur enda í næsta mánuði. Eiður segir að það hafi verið ákveðið að ræða ekki málin fyrr en að því loknu. „Ég er auðvitað farinn að undirbúa hvað taki við eftir tímabilið en það er engin skýr mynd komin á það. Ég vil sýna liðinu sem ég spila fyrir virðingu og gefa okkur tækifæri til að ræða framhaldið og hvort það sé vilji til að halda samstarfinu áfram.“ Hann segir að það hefði ekki slæm áhrif á undirbúning sinn fyrir EM næsta sumar ef hann myndi taka annað tímabil í Kína.Sjá einnig: Eiður Smári fékk aldrei formlegt samningstilboð frá Bolton „Undirbúningstímabilið hefst í janúar og deildin í mars. Hún verður því í fullum gangi þegar keppnin hefst í Frakklandi. Það gæti líka verði sterkt að taka undirbúningstímabil sex mánuðum fyrir EM og ef til vill gott fyrir gamlan mann eins og mig að leikjaálagið sé ekki of mikið,“ segir hann og brosir. „Það væri því mjög auðvelt að koma mjög ferskur inn í sumarið. Það helsta sem ég þyrfti að skoða væru þessar sex vikur frá því að tímabilinu lýkur þar til að nýtt undirbúningstímabil hefst. Ég gæti tekið mér frí í viku en þyrfti svo að huga að því að koma mér aftur af stað svo að það yrði ekki of langt stopp.“Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir óákveðið hvað taki við hjá sér eftir að keppnistímabilinu lýkur í Kína um miðjan næsta mánuð. Samningur hans við Shijiazhuang Ever Bright rennur þá út en hann mun ekki ræða framhaldið fyrr en þá. Eiður Smári er nú staddur hér á landi þar sem að íslenska landsliðið á tvo síðustu leiki sína fram undan í undankeppni EM 2016. Ísland er sem kunnugt er þegar búið að tryggja sæti sitt í lokakeppninni en Eiður segir, eins og aðrir landsliðsmenn, að liðið ætli sér að vinna leikina tvo og tryggja sér efsta sæti riðilins. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og segir Eiður að undirbúningurinn í vikunni hafi verið svipaður og fyrir aðra leiki hjá þeim Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfurum. „Það er eitt af því sem Lars hefur komið með inn í liðið er að það er mikið um endurtekningar,“ sagði Eiður Smári í samtali við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í morgun. „Við höfum auðvitað líka farið yfir lettneska liðið en heilt yfir er þetta mikil endurtekning, bæði í varnarleik okkar og sóknarleik.“Sjá einnig: Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga Hann segir að það sé erfitt að brjóta lið Lettlands niður, líkt og hafi komið í ljós í leikjum liðsins gegn Tyrklandi og Tékklandi. Lettar hafi breytt leikstíl sínum mikið og orðið þétt varnarlið sem stóli meira á skyndisóknir. „Við þurfum að vera með aðeins annað hugarfar og stjórna leiknum meira en þegar við mætum liðum eins og Hollandi, Tékklandi og Tyrklandi,“ sagði Eiður Smári og bætir við að það sé lítið breytt í kringum landsliðið þó svo að liðið sé nú þegar komið á EM.Vísir/AFPSkiptir máli að spila fyrir framan íslensku þjóðina„Það væri bara vanvirðing að ætla bara að komast í gegnum þessa tvo leiki sem eftir eru. Við ætlum okkur efsta sæti riðilsins og það hefur svo mikið verið fjallað um þriðja styrkleikaflokkinn sem við eigum möguleika á að komast í.“ „En svo skiptir líka máli að spila landsleik fyrir framan íslensku þjóðina. Það hefur sitt að segja.“ Eiður segir að það ríki vitanlega mikil tilhlökkun hjá honum fyrir EM eins og öllum öðrum. „Þetta verður það mikið ævintýri að það er ekki annað hægt að vera spenntur. Eftir því sem nær dregur mun spenningurinn bara magnast.“ Heimsfrétt sem náði til Kína Hann segir að sér hafi vitanlega verið óskað til hamingju þegar hann kom aftur til síns liðs í Kína enda hafi það verið heimsfrétt að jafn lítil þjóð og Ísland hafi komist á stórmót í knattspyrnu. „Sú frétt náði alveg til Kína líka,“ segir hann. Eiður er einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins sem spilar nú í Kína og hefur verið fjallað um löng ferðalög þeirra fyrir og eftir landsleikjaverkefni. „Það hefur gengið mun betur að koma hingað til Evrópu og heim til Íslands en að fara aftur út. Ég lenti í djöfullegu ferðalagi eftir síðasta leik þar sem ég lagði af stað á þriðjudegi en var kominn á endastöð á laugardegi,“ segir hann og brosir. „Ég hef líka verið heppinn með það að ég hef fengið nokkra frídaga áður en ég kem heim og því er öll ferðaþreyta úr sögunni hjá manni þegar maður hittir svo landsliðið.“Sjá einnig: Landkönnuðurinn Eiður SmáriEiður hefur áður greint frá því að það hafi reynt á hann fyrstu vikurnar og mánuðina í Kína en að það hafi svo lagast til muna. Eiður var varamaður í fyrstu sjö leikjum sínum með liðinu en byrjað svo síðustu fjóra hjá Shijiazhuang, sem er í sjötta sæti kínversku deildarinnar. „Sérstaklega hefur síðasti mánuður verið allt annar. Nú veit maður að hverju maður er að ganga - maður þekkir umhverfið og lífið þarna úti. Það er líka mikill munur að ég hef spilað hvern leik upp á síðkastið og það er stærstu parturinn af þessu - að spila fótbolta.“ Engin skýr mynd um framhaldið Hann er samningsbundinn Shijiazhuang til loka tímabilsins og það tekur enda í næsta mánuði. Eiður segir að það hafi verið ákveðið að ræða ekki málin fyrr en að því loknu. „Ég er auðvitað farinn að undirbúa hvað taki við eftir tímabilið en það er engin skýr mynd komin á það. Ég vil sýna liðinu sem ég spila fyrir virðingu og gefa okkur tækifæri til að ræða framhaldið og hvort það sé vilji til að halda samstarfinu áfram.“ Hann segir að það hefði ekki slæm áhrif á undirbúning sinn fyrir EM næsta sumar ef hann myndi taka annað tímabil í Kína.Sjá einnig: Eiður Smári fékk aldrei formlegt samningstilboð frá Bolton „Undirbúningstímabilið hefst í janúar og deildin í mars. Hún verður því í fullum gangi þegar keppnin hefst í Frakklandi. Það gæti líka verði sterkt að taka undirbúningstímabil sex mánuðum fyrir EM og ef til vill gott fyrir gamlan mann eins og mig að leikjaálagið sé ekki of mikið,“ segir hann og brosir. „Það væri því mjög auðvelt að koma mjög ferskur inn í sumarið. Það helsta sem ég þyrfti að skoða væru þessar sex vikur frá því að tímabilinu lýkur þar til að nýtt undirbúningstímabil hefst. Ég gæti tekið mér frí í viku en þyrfti svo að huga að því að koma mér aftur af stað svo að það yrði ekki of langt stopp.“Eiður Smári í leik með íslenska landsliðinu.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira