FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 11:14 Blatter, Platini og Valcke. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. Chung Mong-joon, fyrrum varaforseti FIFA, hefur einnig verið settur í sex ára bann og þarf að greiða hundrað þúsund svissneska franka í sekt eða um þrettán milljónir íslenskra króna. Siðanefnd sambandsins ákvað þessar refsingar en þeir Blatter, Valcke og Platini, sem er einnig forseti UEFA, sæta allir rannsókn vegna spillingarmála innan FIFA en þeir eiga að hafa þegið mútugreiðslur. BBC segir meðal annars frá þessu. „Dómstóll siðnefndar FIFA, undir stjórn Hans‑Joachim Eckert, hefur vikið forseta FIFA Joseph S. Blatter, varforseta FIFA og forseta UEFA, Michel Platini og aðalritara FIFA, Jerome Valcke, tímabundið frá störfum í 90 daga. Það er möguleiki á lengra banni hjá hverjum og einum en það verður þó aldrei lengra en 45 dagar til viðbótar," segir í yfirlýsingu frá FIFA. Jerome Valcke hafði áður verið leystur frá störfum af FIFA en siðanefnd sambandsins ákvað að setja hina tvo í bann eftir að svissneskur saksóknari hóf rannsókn á því hvort þeir Blatter og Platini hafi þegið mútugreiðslur úr sjóðum Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Blatter, Platini og Valcke mega ekki koma nálægt knattspyrnumálum á þessum 90 dögum sem er sérstaklega óheppilegt fyrir Michel Platini sem þarf á þeim tíma að tilkynna framboð sitt til forseta FIFA. Allir þrír halda fram sakleysi sínum í málinu en risarannsókn hefur verið í gangi síðustu mánuði á spillingarmálum innan FIFA sem og á því hvort ólöglega hafi verið staðið að því þegar FIFA ákvað hvar næstu tvær heimsmeistarakeppnir fara fram.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45 Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25 Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42 Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Blatter settur í 90 daga bann Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur verið settur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA, samkvæmt Klaus Stoehlker, fyrrverandi ráðgjafa og vinar Blatters. 7. október 2015 17:16
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
Blatter segist ekkert hafa gert rangt og verður áfram forseti FIFA Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins hættir ekki fyrr en í febrúar eins og til stendur. 28. september 2015 15:45
Flautað verður til leiks á HM í Katar 21. nóvember 2022 | Úrslitaleikurinn í desember Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að flautað yrði til leiks mánudaginn 21. nóvember 2022 á HM í Katar og að mótið myndi standa yfir í tæpar fjórar vikur. 25. september 2015 13:25
Framkvæmdastjóri FIFA sendur í leyfi vegna ásakana um spillingu Jérome Valcke sagður hafa reynt að græða persónulega á miðasölu á HM. 17. september 2015 19:42