Viðskipti innlent

„Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.
Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson afplána nú báðir dóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins. vísir/gva/vilhelm
Ólafur Ólafsson, sem nú afplánar fjögurra og hálfs árs dóm í fangelsinu Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins, segir fangelsið ömurlegan stað og að það sé ömurlegt hlutskipti í lífinu að sitja þar inni. Hann segir menn þó hins vegar hafa þann valkost að gera það besta úr stöðunni eða ekki.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólaf í Viðskiptablaðinu í dag sem tekið var á Kvíabryggju. Ólafur er meðal annars spurður að því hvernig dagur er í fangelsinu sem segir það sérkennilega upplifun og mikla breytingu á lífinu að vera í raun kippt úr sambandi við umheiminn og sviptur frelsinu.

Hann getur þó sinnt þeirri vinnu sem hann stundaði áður en fór í fangelsi sem hann og gerir auk þess sem hann kveðst vera duglegur í ræktinni.

„Ég er mættur í mína vinnu snemma á morgnana og vinn hér eins langan vinnudag og ég get. Ég hef notað tímann til þess að lesa mjög mikið, eitthvað sem aldrei er nægur tími til en skyndilega fékk ég hann. Svo hef ég verið mjög duglegur í líkamsrækt. Hér er Magnús Guðmundsson frábær crossfit-þjálfari, svo ég held að ég hafi sjaldan verið í jafngóðu formi í áratugi,“ segir Ólafur meðal annars í viðtalinu sem lesa má í heild sinni í Viðskiptablaðinu.


Tengdar fréttir

Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×