Börn líklegri til að fá krabbamein Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2015 10:24 Frá Fukushima Vísir/AFP Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svæðinu. Stjórnvöld segja hins vegar að þessa fjölgun megi rekja til ítarlegri skoðana eftir slysið í kjarnorkuverinu árið 2011. Flest þeirra 370 þúsund barna sem búa í kringum verið hafa farið reglulega í rannsóknir varðandi krabbamein. Nýjustu niðurstöðurnar sýna að 137 þeirra eru með krabbamein í skjaldkirtli og er það fjölgun um 25 á milli ára, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áætlað er að eitt eða tvö af hverjum milljón börnum á ári fái krabbamein í skjaldkirtli. Skömmu eftir slysið í Fukoshima tilkynntu stjórnvöld ítrekað að ómögulegt væri að fólk á svæðinu myndi fá sjúkdóma vegna geislavirkni. Þó voru framkvæmd árleg próf upp á öryggið. Samkvæmt AP eru þó skiptar skoðanir um nákvæmni rannsóknarinnar innan vísindasamfélagsins. Bæði Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa rannsakað Fukushima og sagt að mengun þaðan ætti ekki að leiða til fjölgunar krabbameinstilfella. Vísindamenn og læknar hafa lengi tengt krabbamein í skjaldkirtli barna við geislavirkni eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl árið 1986. Sé það meðhöndlað af læknum er sjaldgæft að það muni valda dauða fólks, en umrædd börn munu þó þurfa að taka lyf allt sitt líf. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svæðinu. Stjórnvöld segja hins vegar að þessa fjölgun megi rekja til ítarlegri skoðana eftir slysið í kjarnorkuverinu árið 2011. Flest þeirra 370 þúsund barna sem búa í kringum verið hafa farið reglulega í rannsóknir varðandi krabbamein. Nýjustu niðurstöðurnar sýna að 137 þeirra eru með krabbamein í skjaldkirtli og er það fjölgun um 25 á milli ára, samkvæmt AP fréttaveitunni. Áætlað er að eitt eða tvö af hverjum milljón börnum á ári fái krabbamein í skjaldkirtli. Skömmu eftir slysið í Fukoshima tilkynntu stjórnvöld ítrekað að ómögulegt væri að fólk á svæðinu myndi fá sjúkdóma vegna geislavirkni. Þó voru framkvæmd árleg próf upp á öryggið. Samkvæmt AP eru þó skiptar skoðanir um nákvæmni rannsóknarinnar innan vísindasamfélagsins. Bæði Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin og sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa rannsakað Fukushima og sagt að mengun þaðan ætti ekki að leiða til fjölgunar krabbameinstilfella. Vísindamenn og læknar hafa lengi tengt krabbamein í skjaldkirtli barna við geislavirkni eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl árið 1986. Sé það meðhöndlað af læknum er sjaldgæft að það muni valda dauða fólks, en umrædd börn munu þó þurfa að taka lyf allt sitt líf.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira