Innlent

Máli Annþórs og Barkar frestað

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Fangelsið að Litla-Hrauni
Fangelsið að Litla-Hrauni
„Skýringin á frestuninni hljómar ekkert ósennilega í sjálfu sér en í ljósi þess að þeir hafi haft þetta yfir sér í meira en þrjú ár þá kemur þetta sér mjög illa,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar í sakamáli gegn honum og Berki Birgissyni vegna andláts samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí 2012.

Aðalmeðferð málsins átti að fara fram dagana 15. og 16. október næstkomandi en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Skýringin er sú að erfiðleikar hafi komið upp við boðun vitna og þá sérstaklega við boðun erlendra sérfræðinga sem fengnir voru til að meta skýrslur íslenskra sérfræðinga um andlát fangans.

Allar skýrslur erlendu sérfræðinganna eru á öndverðum meiði við fyrri skýrslur og renna ekki stoðum undir málatilbúnað ákæruvaldsins.

„Þetta hefur haft mjög slæm áhrif á skjólstæðing minn, ekki síst á núverandi afplánun hans. Til dæmis eru hann og Börkur búnir að missa af því að komast í opið úrræði vegna málsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×