Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Una Sighvatsdóttir skrifar 7. október 2015 19:00 Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fjöldi fólks hefur í dag tjáð sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma. „Við viljum endurheimta orðið geðsjúklingur þannig að fólk geti sagt með stolti, góðan daginn ég heiti Silja og ég er geðsjúklingur,“ segir Silja kankvís.Kristján Eldjárn SveinssonStöðugur kvíði og ótti Kristján Eldjárn Sveinsson er einn þeirra sem sagði sögu sína á Facebook-síðu átaksins í dag. Hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun, OCD, sem um tíma hafði mikil áhrif á hans daglega líf. „Áráttu- og þráhyggjuröskun getur verið mjög víðfeðm, en hjá mér þar þetta þannig að ég var rosalega sýklahræddur, þegar ég var verstur þá gat ég ekki snert hurðarhúna og mér fannst skólinn sýklastía eða svona gróðrastía fyrir sýkla,“ segir Kristján. Einnig varð hann mjög eldhræddur og gætti þess vandlega að slökkt væri á öllu og rafmagnstæki tekin úr sambandi áður en hann fór að sofa. „Þetta varð árátta, að fara aftur og aftur og aftur sama hringinn í húsinu til þess að gá hvort það væri slökkt á sjónvarpinu, slökkt á eldavélinni. Rosalega mikill kvíði og ótti alltaf um að eitthvað myndi gerast.“ Vegna sjúkdómsins gat Kristján varla sofið um nætur né mætt í skólann þegar verst lét. Hann fór um tíma á geðlyf, en segir hugræna atferlismeðferð hafa bjargað lífi sínu. Hinsvegar treysti hann sér aldrei til að leita á geðdeild. „Mér fannst það að fara til geðlæknis alveg hræðilegt. Og ég fór aldrei til geðlæknis, því ég upplifði það sem svo mikla skömm.“Silja Björk BjörnsdóttirEnginn mátti frétta af geðdeild Silja Björk tekur í sama streng. „Þegar ég reyndi að fremja sjálfsmorð og fór upp á geðdeild í kjölfarið af því, og var þar inni í eina og hálfa viku, þá hugsaði ég með mér þegar ég kom út: „Það má ekki nokkur lifandi maður frétta það, að ég hafi verið hérna inni. En það voru líka bara fordómarnir inni í sjálfri mér.“ Hún ákvað að taka þann pól í hæðina að segja fólki hreint út frá sjúkdómnum sem hún glímir við og segir að um leið og hún opnaði sig, og leyfði fólki að tala um það og spyrja, þá hafi allt orðið miklu auðveldara. Geðsjúkir þurfa oft að lifa með sjúkdómnum alla ævi án þess að ná fullum bata, og því skipti máli að geta rætt um það án þess að skammast sín, að sögn Silju. „Þannig að við erum að hugsa núna, bara í krafti fjöldans, hvort við getum ekki fengið alla til að opna hug og hjörtu sín fyrir fjölbreytileikanum sem er í mannkyninu.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira