Sálfræðimeðferð – réttindi eða forréttindi? Hrund Þrándardóttir skrifar 8. október 2015 07:00 Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali á visir.is lýsir ung kona því að hún hafi verið í sálfræðimeðferð við kvíða og þunglyndi sem hafi borið góðan árangur. Henni hafi hins vegar brugðið þegar hún áttaði sig á kostnaðinum sem var mikill. Sálfræðimeðferð er nefnilega ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Sálfræðingafélag Íslands hefur ítrekað fundað með yfirvöldum og bent á þetta ósamræmi í niðurgreiðslu á heilbrigðisþjónustu og lýst áhyggjum af takmörkuðu aðgengi almennings að þjónustu sálfræðinga hjá ríki og sveitarfélögum sem er m.a. tilkomið vegna langra biðlista og/eða skertrar þjónustu. Klínískar leiðbeiningar byggja á bestu þekkingu hverju sinni, meðal annars út frá rannsóknum á árangri meðferðar og er markmiðið með þeim að vísa veginn í átt að bestu mögulegu meðferð með sem minnstri áhættu og án óhóflegs kostnaðar. Hérlendis hafa klínískar leiðbeiningar sem segja til um greiningu og meðferð þunglyndis og kvíða verið samþykktar af Landlæknisembættinu. Samkvæmt þeim ætti sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræn atferlismeðferð, að vera fyrsta meðferðarval við kvíða og vægu til miðlungs þunglyndi. Það er einmitt meðferðin sem bar góðan árangur hjá ungu konunni en hún þurfti að greiða fyrir úr eigin vasa. Meðferð sem hún myndi kjósa að halda áfram í ef hún hefði efni á því. Meðferð sem rannsóknir hafa sýnt að nýtist og gagnast best, ekki einungis fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir þjóðfélagið. Sálfræðiþjónusta borgar sig. Rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er haldið á spilunum, ef farið er eftir klínískum leiðbeiningum og sú meðferð nýtt sem gagnast best, fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækkar. Þar sem sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd eiga hins vegar margir þeirra sem kljást við kvíða og þunglyndi ekki kost á að nýta sér slíka meðferð. Meðferð þar sem fólki eru kenndar leiðir til að kljást við sinn vanda í daglegu lífi, fyrirbyggja frekari vanda og hámarka lífsgæði sín. Fólk á að hafa raunverulegan aðgang að þeirri meðferð sem virkar best. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til réttinda, ekki forréttinda.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar