Erlent

Læknar án landamæra krefjast rannsóknar óháðra aðila

Atli Ísleifsson skrifar
Joanne Liu, yfirmaður Lækna án landamæra.
Joanne Liu, yfirmaður Lækna án landamæra. Vísir/AFP
Læknar án landamæra krefjast þess að óháðir aðilar rannsaki loftárás bandaríska flughersins á sjúkrahús samtakanna í Kunduz í Afganistan. 22 féllu í árásinni og fjölmargir særðust.

Samtökin vilja að alþjóðlega stofnunin IHFFC (International Humanitarian Fact-Finding Commission) fari fyrir rannsókninni, en samtökin voru stofnuð árið 1991 og rannsakar möguleg mannréttingabrot. BBC greinir frá því að stofnunin hafi þó aldrei farið fyrir rannsókn sem þessari.

Joanne Liu, yfirmaður hjá Læknum án landamæra, sagði árásina ekki einungis vera árás á sjúkrahúsið heldur árás á sjálfan Genfarsáttmálann. „Þetta er óásættanlegt,“ sagði Liu í samtali við fjölmiðla.

Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir árásinni og segja að um miðtök hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan

Læknar án landamæra segja bandaríska herinn viðurkenna alvarlegan stríðsglæp í samstarfi við afganska herinn. Loftárás á spítala í Kunduz kostaði 23 lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×