Páll Magnússon um Illuga og Orku Energy: „Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 09:09 Páll Magnússon og Illugi Gunnarsson vísir „Nú er liðið eitt sumar síðan upplýst var að menntamálaráðherra bað um og fékk persónulegan fjárstuðning frá aðila sem hann síðan veitti pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í Kína. Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta.“ Þannig hefst grein Páls Magnússonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið eru tengsl Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, við fyrirtækið Orku Energy. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Er ráðherrann ekki á förum?“, furðar Páll sig á því að Illugi sitji enn á ráðherrastóli vegna málsins en hann segir að pólitísk spilling hafi „sjaldan birst jafn hrein og kristaltær“ eins og í tilfelli menntamálaráðherra.Leigir húsið sitt af stjórnarformanni Orku Energy Frá því var greint í apríl síðastliðnum að Illugi hefur ýmis tengsl við Orku Energy. Hann leigir meðal annars hús sitt af stjórnarformanni fyrirtækisins, Hauki Harðarsyni, auk þess sem ráðherrann sinnti störfum fyrir Orku Energy þegar hann var utan þings. Illugi seldi hins vegar eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Þá hefur Vísir greint frá því að enginn þinglýstur leigusamningur sé til vegna þessara tengsla ráðherrans við fyrirtækið. Málið komst í hámæli í kjölfar þess að fulltrúar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar Illuga til Kína í mars á þessu ári. Þegar ráðherra svaraði fyrir þá ferð í fjölmiðlum sagðist hann ekki hafa neinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Þá væri ekkert athugavert við það að fulltrúar fyrirtækisins hefðu tekið þátt í dagskrá vinnuferðarinnar í Kína en ráðherra sagði þá hafa verið úti á eigin vegum.Segir ráðherrann hafa sagt vísvitandi ósatt Í grein sinni gefur Páll lítið fyrir svör ráðherra í fjölmiðlum, sem reyndar hefur ítrekað hunsað fyrirspurnir fjölmiðla um málið, meðal annars Vísis, eins og rakið var í Stundinni í vikunni: „Við þetta bætist síðan að ráðherrann sagði opinberlega og vísvitandi ósatt þegar hann hélt því fram í viðtali við Fréttablaðið 9. apríl sl. að tenging hans við þennan aðila væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta gagnvart honum lengur. Hvorttveggja var og er ósatt. Og enn bættist í köstinn um daginn þegar fjölmiðillinn Stundin upplýsti að ofan á allt annað hefði ráðherrann einnig fengið persónulega lánafyrirgreiðslu upp á 3 milljónir króna frá sama aðila, án þess að upplýsa um það eins og lög gera ráð fyrir. Miðillinn segist hafa þráspurt ráðherrann um þessi mál – þrettán sinnum – en hann kjósi að svara engu og setji það skilyrði fyrir viðtölum við fjölmiðla um önnur mál, að ekki verði spurt um þetta! Þögn ráðherrans er skiljanleg. Honum væri þó hollt að minnast þeirrar meginreglu að ráðherrar á Vesturlöndum geta yfirleitt ekki þagað neitt í hel nema sjálfa sig. Og þótt ráðherranum hafi tekist að koma sér undan því að svara fjölmiðlum allan þennan tíma, svo undarlegt sem það nú er og má heita mikil lítilþægni af þeirra hálfu, þá kemst hann varla undan því að svara fyrir málið á Alþingi eða Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem stendur fyrir dyrum. Nema þá að þessar stofnanir leggist í samræmda meðvirkni með ráðherranum og spyrji einskis. Sömuleiðis hlýtur Umboðsmaður Alþingis að taka málið upp þar sem fyrir liggja sterkar vísbendingar um brot menntamálaráðherra á hegningarlagaákvæðum um mútuþægni.“ Þá segir Páll þá þögn sem hann telur ríkja um málið af hálfu þeirra sem skrifa reglulega um samfélagsmál „hjákátlega.“ Sumir þeirra hafi gargað „sig hása mánuðum saman út af máli Hönnu Birnu“ en nú heyrist hvorki „hósti né stuna.“ Grein Páls má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. 27. apríl 2015 19:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Nú er liðið eitt sumar síðan upplýst var að menntamálaráðherra bað um og fékk persónulegan fjárstuðning frá aðila sem hann síðan veitti pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í Kína. Pólitísk spilling verður ekki augljósari en þetta.“ Þannig hefst grein Páls Magnússonar, fyrrverandi útvarpsstjóra, í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið eru tengsl Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, við fyrirtækið Orku Energy. Í greininni, sem ber yfirskriftina „Er ráðherrann ekki á förum?“, furðar Páll sig á því að Illugi sitji enn á ráðherrastóli vegna málsins en hann segir að pólitísk spilling hafi „sjaldan birst jafn hrein og kristaltær“ eins og í tilfelli menntamálaráðherra.Leigir húsið sitt af stjórnarformanni Orku Energy Frá því var greint í apríl síðastliðnum að Illugi hefur ýmis tengsl við Orku Energy. Hann leigir meðal annars hús sitt af stjórnarformanni fyrirtækisins, Hauki Harðarsyni, auk þess sem ráðherrann sinnti störfum fyrir Orku Energy þegar hann var utan þings. Illugi seldi hins vegar eigin eignarhaldsfélagi íbúð sína og eiginkonu sinnar við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Stjórnarformaður Orku Energy, keypti eignarhaldsfélagið og þar með fasteignina í desember sama ár. Þá hefur Vísir greint frá því að enginn þinglýstur leigusamningur sé til vegna þessara tengsla ráðherrans við fyrirtækið. Málið komst í hámæli í kjölfar þess að fulltrúar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar Illuga til Kína í mars á þessu ári. Þegar ráðherra svaraði fyrir þá ferð í fjölmiðlum sagðist hann ekki hafa neinna fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku Energy. Þá væri ekkert athugavert við það að fulltrúar fyrirtækisins hefðu tekið þátt í dagskrá vinnuferðarinnar í Kína en ráðherra sagði þá hafa verið úti á eigin vegum.Segir ráðherrann hafa sagt vísvitandi ósatt Í grein sinni gefur Páll lítið fyrir svör ráðherra í fjölmiðlum, sem reyndar hefur ítrekað hunsað fyrirspurnir fjölmiðla um málið, meðal annars Vísis, eins og rakið var í Stundinni í vikunni: „Við þetta bætist síðan að ráðherrann sagði opinberlega og vísvitandi ósatt þegar hann hélt því fram í viðtali við Fréttablaðið 9. apríl sl. að tenging hans við þennan aðila væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og að hann hefði engra fjárhagslegra hagsmuna að gæta gagnvart honum lengur. Hvorttveggja var og er ósatt. Og enn bættist í köstinn um daginn þegar fjölmiðillinn Stundin upplýsti að ofan á allt annað hefði ráðherrann einnig fengið persónulega lánafyrirgreiðslu upp á 3 milljónir króna frá sama aðila, án þess að upplýsa um það eins og lög gera ráð fyrir. Miðillinn segist hafa þráspurt ráðherrann um þessi mál – þrettán sinnum – en hann kjósi að svara engu og setji það skilyrði fyrir viðtölum við fjölmiðla um önnur mál, að ekki verði spurt um þetta! Þögn ráðherrans er skiljanleg. Honum væri þó hollt að minnast þeirrar meginreglu að ráðherrar á Vesturlöndum geta yfirleitt ekki þagað neitt í hel nema sjálfa sig. Og þótt ráðherranum hafi tekist að koma sér undan því að svara fjölmiðlum allan þennan tíma, svo undarlegt sem það nú er og má heita mikil lítilþægni af þeirra hálfu, þá kemst hann varla undan því að svara fyrir málið á Alþingi eða Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem stendur fyrir dyrum. Nema þá að þessar stofnanir leggist í samræmda meðvirkni með ráðherranum og spyrji einskis. Sömuleiðis hlýtur Umboðsmaður Alþingis að taka málið upp þar sem fyrir liggja sterkar vísbendingar um brot menntamálaráðherra á hegningarlagaákvæðum um mútuþægni.“ Þá segir Páll þá þögn sem hann telur ríkja um málið af hálfu þeirra sem skrifa reglulega um samfélagsmál „hjákátlega.“ Sumir þeirra hafi gargað „sig hása mánuðum saman út af máli Hönnu Birnu“ en nú heyrist hvorki „hósti né stuna.“ Grein Páls má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. 27. apríl 2015 19:45 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44
Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57
Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. 27. apríl 2015 19:45