Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Stefán „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
„Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira