Fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustu komi á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Stefán „Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Þetta er orðin ein aðalundirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og við erum bara með eitt ferðaþjónustufyrirtæki, Icelandair Group, í Kauphöllinni. Ég held það sé fullt efni til þess að sjá fleiri fyrirtæki úr þessum geira koma inn,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. Aðalmarkaður Kauphallar Íslands rúmar 40-50 fyrirtæki, að mati Páls. Nú eru fyrirtækin sextán og því svigrúm fyrir fjölgun. Páll segist í samtali við Markaðinn vilja sjá ferðaþjónustufyrirtækjum fjölga. Að hans mati eru hótelkeðjur nærtækasta dæmið. Þar sé fyrirséður mikill vöxtur á næstu árum. Páll bætir því við að ferðaþjónustufyrirtækin séu í mörgum tilfellum vel þekkt fyrirtæki á meðal almennings og ferðaþjónustan sé vaxtargrein. Hann segir sérstaklega áhugavert að fá vaxtarfyrirtæki. „Við höfum traust og góð fyrirtæki á markaði en höfum í sjálfu sér ekki mörg vaxtarfyrirtæki. Það væri áhugaverð viðbót við markaðinn. Ég held það væri gagnkvæmur ávinningur af því fyrir fyrirtækin og fjárfesta,“ segir Páll. Stærri hótelkeðjur á Íslandi eru að skoða málin. Páll L. Sigurjónsson, forstjóri KEA hótela, segir að fyrirtækið hafi skoðað möguleikann á skráningu og líti þann kost jákvæðum augum. „Þetta hefur klárlega verið skoðað hjá okkur og við teljum þetta spennandi kost í framtíðinni, en jafnframt þyrfti fyrirtækið að vera búið að stækka aðeins til viðbótar til að eiga þarna heima. Það er mikill vöxtur í greininni. Þetta gæti því verið möguleiki í náinni framtíð,“ segir Páll. Hið sama er að segja um Íslandshótel. „Við höfum verið að skoða möguleikann en höfum ekkert ákveðið. Við erum núna að einbeita okkur að því að efla gæði fyrirtækisins og að hlutum sem skipta máli fyrir okkar rekstur,“ segir Sorin Lazar, aðstoðarframkvæmdastjóri Íslandshótela. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir WOW air hins vegar ekki vera að skoða skráningu í Kauphöllina í augnablikinu. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur tímaspursmál hvenær fleiri ferðaþjónustufyrirtæki verði skráð. „Í ljósi þess mikla vaxtar sem orðið hefur í greininni á síðustu misserum og þar með eflingu fyrirtækjanna er það væntanlega bara tímaspursmál hvenær eigendur þeirra sjái sér hag í að skrá fyrirtæki sín á markað. Væntanlega munu fyrirtækin þó horfa fyrst til hliðarmarkaðarins First North.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira