Fyrirlestur Ingólfs: Ég er með geðsjúkdóm | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2015 20:55 Ingólfur þótti gríðarlega efnilegur leikmaður á sínum tíma. skjáskot Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, var meðal fyrirlesara á málþingi um andlega líðan íþróttamanna sem var haldið í Háskólanum í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ræddi Ingólfur um baráttu sína við geðsjúkdóma en hann steig fram og greindi upphaflega frá henni í viðtali í Morgunblaðinu vorið 2014. Síðan þá hafa aðrir íþróttamenn fylgt fordæmi Ingólfs og vitundarvakningin um andleg veikindi íþróttamanna hefur aukist til mikilla muna.Sjá einnig: Kvíði og þunglyndi algengari hjá knattspyrnumönnum en almenningi Í fyrirlestrinum ræðir Ingólfur um upphaf veikindanna en þá var hann 14 ára og nýbúinn að semja við hollenska liðið Heerenveen.Gerði lítið annað en að sofa „Þegar geðlæknirinn sagði þetta við mig á sínum tíma átti ég bágt með að trúa þessu,“ segir Ingólfur í upphafi fyrirlestrarins. „Hvernig gat ég, svona flottur gaur, íþróttastrákur, verið með geðsjúkdóm?“ Ingólfur segist að fundið fyrir mikilli breytingu á sér, hann hafi verið þreyttari og orkuminni á æfingum. „Ég verð rosalega hræddur við þessa breytingu og ég veit innst inni að það er eitthvað að mér,“ segir Ingólfur sem ræðir um þær breytingar sem urðu á hans líðan og hegðan. „Ég hætti að fara út úr húsi og get ekki staðið uppréttur heima hjá mér án þess að halda mér í eitthvað, því ég er fastur á því að jafnvægisskynið mitt sé í lamasessi og ég geti ekki staðið uppréttur. Ég hef enga matarlyst og verður allt í einu óglatt. „Það sem ég geri allan daginn er liggja uppi í rúmi og þótt ég liggi þar er heimurinn allur að snúast í kringum mig. Ég sé óskýrt og fæ óraunveruleikatilfinningu sem er viðbjóðsleg tilfinnig. Ég er það illa haldinn að ég vil gera lítið annað en að sofa. Ég sef sennilega meira en ég vaki,“ segir Ingólfur um þennan erfiða tíma.Sagði þjálfaranum að éta skít Ingólfur ræðir einnig um viðbrögðin sem hann fékk frá þjálfurum Heerenveen. „Þjálfarinn minn kemur í heimsókn ásamt yfirþjálfara félagsins og þeir ræða við mig og foreldra mína. Og þar segja þeir, eftir u.þ.b. hálft ár af þessu ástandi, að það sé samdóma álit allra hjá félaginu að ég sé ekki með rétt hugarfar,“ segir Ingólfur um viðbrögð Hollendinganna sem fóru ekki vel í hann. „Ég verð gjörsamlega trylltur og segi þeim að éta skít,“ segir Ingólfur en skömmu eftir þessa uppákomu fékk hann niðurstöðu frá læknum í Hollandi sem fundu ekkert að honum. Hann fór í kjölfarið aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna fór Ingólfur á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans, þar sem hann fékk loks greiningu - að hann væri með kvíðaröskun.Fyrirlestur Ingólfs í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Málþing um andlega líðan íþróttamanna - Ingólfur Sigurðsson from ISI on Vimeo.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira