Þegar Guðmundur kom í Munaðarnes Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2015 07:00 Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar