Sigmar sendir bílastæðasjóði kaldar kveðjur Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2015 15:43 Sigmar Guðmundsson Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Bílastæðasjóður fær kaldar kveðjur frá Sigmari Guðmundssyni, sem er annar af umsjónarmönnum Morgunútvarps Rásar 2. Hann segir starfsmenn bílastæðasjóðs hafa sektað hann og Júlíönu Einarsdóttur barnsmóður hans eftir að hún hafði rokið á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi með son þeirra sem hafði hlotið annars stigs bruna á hönd eftir slys á leikskólanum. Sigmar segir drenginn hafa verið sárkvalinn og fékk morfín til að lina þjáningarnar. Eftir langa bið á bráðamóttökunni þá fékk drengurinn að fara heim en foreldranna beið fimm þúsund króna sekt fyrir að greiða ekki í stöðumæli. „Júlíana hafði sýnt af sér vítavert gáleysi og ekki haft fyrir því að láta organdi drenginn, með annars stigs bruna, hinkra í bílstólnum á meðan hún borgaði í mælinn. Auðvitað blasir það við að sömu reglur eiga að gilda um stöðumælasektir við neyðarmóttöku sjúkrahúss og við húsnæði eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna í Borgartúni 19. Okkur þótti vel sloppið að borga einn fimmara enda með ólíkindum að refsing fyrir svona alvarleg brot sé ekki í það minnsta þriggja mánaða samfélagsþjónusta,“ segir Sigmar á Facebook. Hann játar auk þess ítrekuð stöðubrot við Landspítalann. „Við lærum ekki af reynslunni. Þegar við fórum með hraði á fæðingardeildina til að koma Krumma í heiminn lögðum við um miðja nótt í bílastæði þar fyrir utan. Við borguðum ekki í mælinn. Við gerum okkur grein fyrir því núna að þetta var siðleysi og þær afsakanir okkar að við höfum haft um annað að hugsa í miðjum hríðum halda auðvitað ekki vatninu sem Júlla hafði þá misst. Í asnaskap mínum gleymdi ég svo að borga þegar Júlla var komin með tíu í útvíkkun. Þegar ég hélt á drengnum í fyrsta sinn, eftir níu mánaða bið, þaut um kollinn á mér sú hugsun að honum að vonandi yrði hann yfirmaður bílastæðasjóðs í fyllingu tímans. Enda fátt göfugra en að spígspora í einkennisbúningi, með skrifblokk og myndavél, og sekta foreldra á vökudeild, aðstandendur fárveikra sjúklinga og svo að sjálfsögðu mæðurnar sem borga ekki í mælinn þegar þær liggja sultuslakar á meðan barninu er komið í heiminn með sogklukku. Réttlætinu þarf jú að framfylgja.“ Og Sigmar heldur svo meinhæðninni þegar hann lýkur þessum skrifum á Facebook með eftirfarandi orðum: „Okkur foreldrum Krumma þætti þetta allt voða leiðinlegt ef við værum ekki svona forhertir og siðlausir brotamenn. Í okkar huga hefur drengurinn nú kostað okkur háar fjárhæðir fyrir þá ósvinnu að fæðast og fá brunasár á hönd og til að framfylgja réttlætinu, í anda bílastæðasjóðs, höfum við ákveðið að draga þetta af fermingarpeningunum hans.“Skemmtiatriði gærdagsins var samið af galsafengnum ærslabelgjum bílastæðasjóðs sem þekktir eru fyrir hárbeittan húmor...Posted by Sigmar Gudmundsson on Tuesday, October 6, 2015
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira