Erlent

Segir loftárásina í Kunduz hafa verið „mistök“

Samúel Karl Ólason skrifar
Hershöfðinginn John Campbell á fundi með þingmönnum í dag.
Hershöfðinginn John Campbell á fundi með þingmönnum í dag. Vísir/Getty
Æðsti yfirmaður Bandaríkjanna í Afganistan segir loftárásina á sjúkrahús Lækna án landamæra í Kunduz hafa verið mistök. Minnst 22 létu lífið í árásinni og fjölmargir særðust. Læknar án landamæra, eða Mediecins Sans Frontieres, hafa farið fram á opna rannsókn á tildrögum árásarinnar.

Hershöfðinginn John Campbell var spurður út í árásina á fundi hernaðarmálanefnd öldungaþings Bandaríkjanna í dag. Hann sagði að loftárásin hafi verið gerð að beiðni afganskra hermanna sem sögðu að vígamenn Talibana væru að skjóta á þá frá sjúkrahúsinu.

„Fyrir mistök var ráðist á sjúkrahús. við myndum aldrei ráðast vísvitandi á sjúkrahús.“

Árásin var gerð á laugardaginn en Campbell sagði að ákvörðunin hefði verið tekin innan raða Bandaríkjahers. Hann hefur nú fyrirskipað að farið verði yfir reglur og þjálfun svo hægt verði að koma í veg fyrir slík atvik aftur.


Tengdar fréttir

Bandaríkjaher biðst afsökunar í Afganistan

Læknar án landamæra segja bandaríska herinn viðurkenna alvarlegan stríðsglæp í samstarfi við afganska herinn. Loftárás á spítala í Kunduz kostaði 23 lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×