Foreldrar Alexar Emmu safna í hópmálsókn gegn ríkinu Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 21:46 Alex Emma fær nafn sitt ekki viðurkennt af íslenskum stjórnvöldum. Vísir/ Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“ Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Íslenskir foreldrar sem vilja nefna tveggja ára dóttur sína Alex Emmu undirbúa um þessar mundir málaferli gegn ríkinu. Mannanafnanefnd hafnaði í fyrra beiðni þeirra um að nota Alex sem eiginnafn stúlku og um tíma stóð til að beita foreldrana dagsektum fyrir að hafa ekki tilkynnt Þjóðskrá um nafngift barnsins í tæka tíð. „Það kom ekki til þess að við þyrftum að borga sektir þar sem ég sendi aftur inn tilkynningu til Þjóðskrár með sama nafni,“ segir Nanna Þórdís Árnadóttir, móðir Alexar. „Ég veit ekki hver næstu skref verða af hálfu ríkisins en ég er þó alltaf að vona að þessi nefnd verði lögð af.“ Mál Alexar Emmu er eitt þeirra sem vakið hafa mikla athygli undanfarin misseri varðandi baráttu íslenskra foreldra gegn Mannanafnanefnd og Þjóðskrá. Vísir greindi frá því í mars að foreldrar Alexar sæu fram á að þurfa að borga dagsektir vegna þeirrar niðurstöðu nefndarinnar að Alex gæti aðeins talist karlmannsnafn í íslensku máli.Sjá einnig: Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Foreldrarnir hafa ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að finna nýtt nafn á stúlkuna, sem varð tveggja ára í ágúst og hefur aldrei verið kölluð annað en Alex.Fréttastofa Stöðvar tvö tók foreldra Alexar tali á heimili þeirra í mars síðastliðnum. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Auglýsa eftir fleirum í hópmálsókn Nanna segir að þau faðir Alexar hafi sett sig í samband við foreldra Duncans og Harrietar Cardew, en mál þeirra vakti líka mikla athygli í fjölmiðlum á árinu. Þjóðskrá synjaði í fyrra beiðni fjölskyldunnar um vegabréf fyrir Harriet, sem á enskan föður en er íslenskur ríkisborgari, vegna þess að nafn hennar er ekki samþykkt af Mannanafnanefnd. Ætluðu þau sér að finna fleiri foreldra í sömu stöðu til að höfða saman málsókn gegn ríkinu. „Þau gleðilegu tíðindi urðu svo að þau fengu samþykki fyrir nöfnum barna sinna þar sem þau eru einnig með erlendan ríkisborgararétt,“ segir Nanna. „Við verðum því bara að auglýsa eftir fólki til að fara í þetta með okkur, þar sem það er frekar kostnaðarsamt að ráða lögfræðing í þetta mál.“Ólöf Nordal innanríkisráðherra segist vilja leggja niður Mannanafnanefnd.Vísir/ErnirSjá einnig: Vilja leggja niður Mannanafnanefnd og leyfa ný ættarnöfn Ólöf Nordal innanríkisráðherra er meðal þeirra þingmanna sem hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að afnema eigi mannanafnalög á Íslandi. Hún greindi frá því í viðtali í ágúst síðastliðnum að frumvarp væri í smíðum í ráðuneytinu sem myndi rýmka reglur um nafnagift en þó líklega ekki ganga svo langt að afnema þær að fullu. „Við vorum svo heppin að vera búin að fá vegabréf fyrir Alex Emmu áður en að nýju reglurnar tóku gildi um að þeir sem eru ekki með samþykkt nafn fái ekki útgefin vegabréf,“ segir Nanna. „Þannig að hún er með vegabréf þar til hún verður fimm ára. Ég vona að þetta verði komið í lag fyrir þann tíma.“
Tengdar fréttir Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51 Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55 Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Íslendingar verða spurðir um afstöðu sína til mannanafnalaga Innanríkisráðuneytið mun á næstunni kanna í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands viðhorf almennings til löggjafar um mannanöfn. 10. júní 2015 15:51
Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. 11. mars 2015 09:55
Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Innanríkisráðherra er með frumvarp í smíðum. 7. ágúst 2015 11:51
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Óheimilt að synja Harriet um vegabréf Þjóðskrá var óheimilt að synja hinni ellefu ára gömlu Harriet Cardew um vegabréf, í júní árið 2014, á grundvelli þess að nafn hennar væri ekki samþykkt af mannanafnanefnd. 28. ágúst 2015 08:00