Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2015 14:16 Hraðbáturinn Sædís sést hér koma að bryggju í Bolungarvík með sjómennina þrjá sem björguðust þegar Jón Hákon sökk. vísir/hafþór gunnarsson Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Þrenn samtök sjómanna krefjast þess að allt sé gert til þessa að komast að því hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk á Aðalvík þann 7. júlí sl. Hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Báturinn situr á hafsbotni og ekki hefur verið gerð tilraun til þess að ná honum upp. Í tilkynningu frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi vélstjóra og máltæknimanna og Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands segir að það verði að ná bátnum af hafsbotni svo skeri megi með óyggjandi hætti úr um hvað hafi raunverulega komið fyrir.Mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks sleppibúnaðar Líkt og kom fram í umfjöllun Kastljós um málið undrast skipverjar á Jóni Hákoni og aðstandendur þeirra að ekki sé búið að ná bátnum upp af hafsbotni svo hægt sé að komast að orsökum slyssins. Óttast þeir að sönnunargögn séu að eyðileggjast. Sjálfvirkur björgunarbúnaður virkaði ekki sem skyldi þegar Jón Hákon sökk og segja sjómannasamtökin þrjú að mikilvægt sé að aðilar sem komi að öryggismálum sjómanna komi til samráðs um aðgerðir til úrbóta en komið hefur í ljós að sjálfvirkur björgunarbúnaður hefur ekki virkað sem skyldi í nokkrum tilvikum. Að mati samtakanna þriggja er það mikilvægt að sjómenn missi ekki trú á gildi sjálfvirks björgunarbúnaðar sem bjargað hafi fjölmörgum mannslífum frá því að slíkur búnaður var skyldubúnaður um borð í íslenskum skipum. Því þurfi að komast til botns í hvað olli því að búnaðurinn hafi ekki virkað sem skyldi þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir mjög alvarlegt að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað þegar Jón Hákon fórst úti fyrir Aðalvík. 28. júlí 2015 20:00
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11