Rennslið í Skaftá eins og í litlu hlaupi vegna mikillar úrkomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2015 12:28 Brúin yfir Eldvatn í gærdag. mynd/guðmundur valur Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Brúin yfir Eldvatn skammt frá Ytri-Ásum stendur enn en Skaftá hefur grafið mikið undan undirstöðum hennar um helgina og landið sigið vegna hlaupsins í ánni. Brúin hefur nú verið lokuð síðan á laugardag og er ekki útlit fyrir að hún verði opnuð í bráð. Guðmundur Valur Guðmundsson, brúarverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir erfitt að meta hvað verður um brúna. „Við erum að greina það núna hvernig staðan er og við þurfum að bíða eftir því að vatnið sjatni betur áður en við sjáum hvað þarf að gera. Það eru mjög veik jarðlög þarna sem búið er að grafa undan en við sjáum ekkert hvað þarf að gera fyrr en vatnið er búið að lækka meira,“ segir Guðmundur.Mun rigna fram á morgunNær stanslaust hefur rignt á suðausturlandi síðan í gærmorgun og því er enn mikið vatn í Skaftá. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnsmagnið í ánni nú sé eins og í litlu hlaupi. Gísli segir það ekki góða stöðu fyrir sveitarfélagið ef að brúin fari þar sem um mikilvæga samgönguæð sé að ræða fyrir sveitina. Brúin stytti meðal annars leiðina niður á þjóðveg en ef hennar nýtur ekki við þarf að fara um Hrífunesheiði sem getur verið erfið yfirferðar á veturna.Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mun áfram rigna á suðausturlandi í dag og fram á nótt. Aðeins mun draga úr rigningunni í dag en svo gæti hugsanlega bætt aftur í hana í nótt.Enn hætta á að flæði yfir hringveginnEnn er fylgst með því á einum stað á þjóðvegi 1 hvort að vatn muni flæða yfir veginn að sögn Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi. Um er að ræða stað sem er austarlega í Eldhrauni.Víðir segir að nú sé að koma betur í ljós hversu mikið tjón hafi orðið í hlaupinu.„Við munum væntanlega setjast niður í dag með aðilum eins og Bjargráðasjóði og Landgræðslunni til að koma og líta á það tjón sem orðið hefur hér.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23 Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49 Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07 „Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óljóst hvort bændur fái tjón vegna Skaftárhlaups bætt Bóndi á svæðinu furðar sig á því að lög um viðlagatryggingu eigi ekki við um jökulhlaup. 5. október 2015 11:23
Hlaupið séð úr lofti - Myndir Skaftárhlaupið sem nú er í rénum er það langstærsta sem mælingar ná til frá 1955. 4. október 2015 11:49
Undirstöðurnar illa farnar undir brúnni Brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum var lokað í dag vegna þess hvað aurflóðið úr Skaftárjökli hefur grafið mikið undan brúnni. 3. október 2015 20:07
„Þetta er alltaf að síga á ógæfuhliðina“ Miklar skemmdir hafa orðið á brúm, túnum og vegum vegna Skaftárhlaupsins. Þjóðvegur eitt er enn opinn þó vatn flæði víða beggja vegna við hann. Lögreglan er með viðbúnað ef til þess kemur að það þurfi að loka veginum síðar í dag eða á morgun. 3. október 2015 11:09