Erlent

Henning Mankell látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mankell skrifaði á fimmta tug skáldsagna og leikrita.
Mankell skrifaði á fimmta tug skáldsagna og leikrita. Vísir/AFP
Sænski rithöfundurinn Henning Mankell er látinn, 67 ára að aldri. Frá þessu segir á heimasíðu útgáfufélags Mankell.

Mankell lést í Gautaborg af völdum krabbameins.

Hann er þekktastur fyrir bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander sem starfaði í bænum Ystad á suðurströnd Svíþjóðar.

Mankell skrifaði á fimmta tug skáldsagna og leikrita. Bækur hans hafa selst í um 40 milljónir eintaka og verið þýddar á um fjörutíu tungumál.

Mankell bjó um árabil í Maputo í Afríkuríkinu Mósambik þar sem hann starfaði meðal annars sem listrænn stjórnandi leikhússins Teatro Avenida.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×