Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 5. október 2015 10:11 Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. Auðvitað eru einstaklingar sem kjósa sér sófann eða útivist fram yfir langar nætur í miðbænum en við hin, við viljum bara fá að djamma. Flest erum við nú einu sinni þannig gerð að við viljum fá að gera það sem okkur langar til og ættum auðvitað að fá að gera það. Sérstaklega þegar málið er ekki flóknara en það að fá að fara út með vinum, dansa, spjalla og skemmta sér. Jafnréttisdagar 2015 verða haldnir dagana 5.-16 október og í tilefni þeirra verður slegið til veislu 16. október. Þar sem Jafnréttisdagarnir eru að þessu sinni samstarfsverkefni LHÍ og HÍ fannst okkur viðeigandi að finna stað einhvers staðar mitt á milli og varð því miðbærinn fyrir valinu. Undirbúningur fór af stað en þegar svo kom að því að finna stað í miðbænum, sem væri aðgengilegur öllum, var eins og við hefðum hlaupið á vegg. Leitin að aðgengilegum skemmtistað hefur nefnilega svipt hulunni af ljóta leyndarmáli miðbæjarins: Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma. Förum nú saman í huganum í ferð um miðbæinn. Hugsum okkur ferðina í hjólastól. Sumir skemmtistaðir hindra aðgengi okkar strax við innkomu. Inn á staðina er gengið upp eða niður tröppur og engin önnur leið í boði. Þessa staði getur okkur því ekki einu sinni dreymt um að komast inn á . Við höldum áfram ferðinni. Viti menn við finnum stað þar sem auðvelt er að komast inn. Þessi leit tók þó frekar langan tíma og við þurfum að fara á salernið. Það reynist hins vegar vera á annarri hæð og engin leið þangað nema upp eða niður þröngan stiga. Þarna verða fleiri staðir strax ómögulegir fyrir okkur og aftur færum við okkur. Margir skemmtistaðir eru byggðir upp á pöllum og því einungis ákveðin svæði í boði fyrir okkur sem ekki geta gengið. Það þykir okkur auðvitað ekki ásættanlegt og enn styttist listinn yfir mögulega staði. Í raun eru eftir skammarlega fáir staðir til að kanna. Þeir staðir eru litlu skárri en hinir; við þurfum enn að fara inn bakdyramegin, reykingarsvæðin eru okkur ekki aðgengileg og barborðin of há til að við getum pantað sjálf. En ljóti sannleikurinn er sá að ekkert annað er í boði. Nú hefur okkur, skipuleggjendum Jafnréttisdaga 2015 tekist að finna stað, sem er skárri en margir aðrir. Loft Hostel varð fyrir valinu og hafa starfsmenn Loft Hostels meira segja lagt sig svo fram að ramp hefur verið komið fyrir yfir þröskulda og þrep svo aðgengi sé gott fyrir alla. En jafnvel þó einn skemmtistaður bjóði upp á ágætis aðgengi þýðir það ekki að stríðið sé unnið. Miðbærinn er enn óaðgengilegur og það er óásættanlegt. Skemmtistaðir miðbæjarins, girðið ykkur í brók og lagið þetta. Ég hvet ykkur til að sýna metnað í starfi og frumkvæði. Að lokum vitna ég í Emmu Watson: „If not now, when?“ Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun