Vígamenn Íslamska ríkisins í norðurhluta Sýrlands hafa sprengt upp sigurbogann í
Palmyra
, sem byggður var fyrir tvö þúsund árum síðan. Vígamenn samtakanna hafa áður sprengt tvo forn hof í borginni, sem er á heimsminjaskrá UNESCO.
Yfirmaður fornleifastofnunar Sýrlands,
Maamoun
Abdul
Karim
, segir að borgin sé dæmd til eyðileggingar í höndum vígamanna Íslamska ríkisins, en hann staðfestir að sigurboginn hafi verið sprengdur.

