Þung byrði á fyrrverandi sterkasta manni heims Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2015 09:00 Magnús Ver Magnússon vísir/vilhelm „Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi. Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Við vissum það alveg frá byrjun að við værum með unnið mál. Spurningin var bara hversu mikils virði eru mannréttindi og friðhelgi einkalífs einstaklings,“ segir fyrrverandi aflraunamaðurinn Magnús Ver Magnússon. Aðalmeðferð í skaðabótamáli hans gegn íslenska ríkinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Magnús fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur frá ríkinu auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar meingerðar í hans garð. Ríkið fer hins vegar fram á verulega lækkaðar dómkröfur og að málskostnaður verði felldur niður. Ekki er farið fram á sýknu. Upphaf málsins má rekja til þess að Magnúsi var tilkynnt um það frá lögreglunni að hann hefði verið beittur ýmsum rannsóknarúrræðum í rannsókn sem beindist gegn honum á sínum tíma, þar með talið að hlera síma hans, nota eftirfararbúnað í bifreið hans sem og að setja hlustunarbúnað í bifreið í umráðum hans.Vilja tíu milljónir en peningar samt ekki aðalmálið „Fyrst var ég bara í sjokki en svo varð ég bara reiður. Þeir fengu heimild til þess að hlusta á öll mín símtæki, þar á meðal símanúmer sem dóttir mín, sem þá var tíu ára gömul, notaði.“ Málið snérist um meinta aðkomu Magnúsar að stórfelldum innflutningi á fíkniefnum til landsins. Rannsókninni var að lokum hætt en fylgst var með Magnúsi í þrjú ár. „Þetta er náttúrulega bara kerfishrun hjá lögreglu og ríkissaksóknara. Nú vilja þeir bara borga lágmarksbætur en við gerum kröfu upp á 10 milljónir. Peningarnir eru þó ekki aðalmálið í þessu heldur vil ég að það verði slegið fast á hendurnar á þeim,“ segir Magnús og bætir við að dómurinn verði fordæmisgefandi og að hann vilji að í framtíðinni sjái fólk sér hag í því að sækja rétt sinn í stað þess að sá slagur muni ekki borga sig. „Svo er ég líka bara þekktur fyrir það að gefast ekki upp,“ segir Magnús og hlær. Magnús talar um að það dómstóll götunnar skipti sig máli. „Nafnið mitt er vörumerki sem ég byggi afkomu mína á. Ég var sterkasti maður í heimi og rek æfingarklúbb sem heldur hina ýmsu viðburði, til dæmis sterkasti fatlaði maðurinn. Með þessum hætti er með gróflegum hætti verið að rægja mig og vörumerkið mitt,“ segir Magnús en hann segir að í kjölfar fréttaflutnings af málinu hafi hann tekið eftir því að viðskipti við sig hafi minnkað vegna neikvæðs viðhorfs í sinn garð.Þurfti að skipta um skóla „Svo var mun erfiðara að fá styrktarfé á viðburði sem ég skipulagði.“ Verst finnst Magnúsi þó að yngri dóttir hans hafi orðið fyrir einelti sem byrjaði vegna málsins. Hún þurfti af þeim sökum að skipta um skóla. „Hún var spurð hvort pabbi hennar væri glæpamaður og svo hættu vinkonur hennar að tala við hana.“ Magnús gerir ráð fyrir að krakkarnir í skólanum hafi heyrt umræður um málið á heimili sínu. „Stelpan mín er þó alsæl í dag.“ Annað dæmi um það hvaða áhrif málið hefur haft á Magnús er að hann er undantekningalaust stöðvaður af tollvörðum í Keflavík þegar hann kemur til landsins. Hann segist ferðast reglulega vinnu sinnar vegna. „Tollverðirnir koma hlaupandi að mér undantekningarlaust í hvert einasta skipti og fá að lýsa í gegn um töskurnar mínar. Þetta finnst mér ósanngjarnt og að það sé brotið á jafnræðisreglu.“ Dómur í máli Magnúsar gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp þann 14. nóvember næstkomandi.
Aflraunir Sterkasti maður heims Tengdar fréttir Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15 Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Magnús Ver um símhleranir: Mér varð verulega brugðið "Mér varð verulega brugðið þegar ég frétti af því að síminn minn hefði verið hleraður og þá sér í lagi þegar ég komst að því að sími dóttur minnar hefði verið hleraður,“ segir Magnús Ver Magnússon, fyrrverandi aflraunamaður. 28. mars 2015 12:15
Magnús Ver vill 10 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Lögregla hleraði síma hans og kom fyrir eftirfararbúnaði í bifreið hans vegna gruns um stórfellt fíkniefnasmygl en rannsókn málsins var látin niður falla. 27. mars 2015 17:00