Erlent

Gerðu loftárás á sjúkrahús í Kunduz

Samúel Karl Ólason skrifar
Starfsmenn sjúkrahússins voru í áfalli eftir árásina.
Starfsmenn sjúkrahússins voru í áfalli eftir árásina. Vísir/EPA
Minnst 19 létu lífið í loftárás Bandaríkjanna á sjúkrahús Lækna án landamæra í Kunduz í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja árásina vera „sorglega, óafsakandi, mögulega glæpsamlega.“ Forsvarsmaður mannréttindasviðs SÞ fer fram á ítarlega og opna rannsókn á tildrögum árásirnnar.

NATO hefur viðurkennt að þeir hafi „líklega“ gert árásina, samkvæmt BBC.

Læknar án landamæra, Medecins Sans Frontieres, segja að tólf sjálfboðaliðar þeirra og sjö sjúklingar hafi látið lífið og þar af eru þrjú börn. Minnst 37 eru alvarlega særðir. Þeir segja einnig að yfirvöld bæði Afganistan og Bandaríkjanna hafi vitað nákvæma staðsetningu sjúkrahússins.

Harðir bardagar hafa geisað í borginni síðustu daga, eftir að Talibanar hertóku borgina á mánudaginn. Innanríkisráðuneyti Afganistan segir að vígamenn Talibana hafi haldið til í sjúkrahúsinu. Þeir segja að herþyrlur hafi svarað skothríð vígamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×