Valdís Þóra á einu höggi yfir pari í Portúgal Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. október 2015 10:00 Valdís Þóra. Vísir/Daníel Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu í gær leik í Portúgal á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í golfi í gær en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Keppast þær um að fá beint sæti á mótaröðinni á næsta ári en tuttugu efstu kylfingarnir að tímabilinu loknu fá beint sæti á lokaúrtökumótið. Ólafía Þórunn var í betri stöðu fyrir mótið en hún var í 17. sæti á meðan Valdís Þóra var í 24. sæti. Valdís lék betur í gær en hún krækti í tvo fugla, einn örn og fékk fimm skolla á hringnum en hún lék fyrri níu holurnar á pari. Ólafía Þórunn lenti í töluverðum vandræðum strax í upphafi en hún var kominn þremur höggum yfir parið að fimm holum loknum. Hún virtist vakna til lífsins við það en hún nældi í tvo fugla og tvo skolla á síðustu þrettán holunum. Valdís er fjórum höggum á eftir breska kylfingnum Emmu Goddard sem leiðir eftir fyrsta hring en annar hringur mótsins fer fram á morgun. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu í gær leik í Portúgal á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í golfi í gær en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Keppast þær um að fá beint sæti á mótaröðinni á næsta ári en tuttugu efstu kylfingarnir að tímabilinu loknu fá beint sæti á lokaúrtökumótið. Ólafía Þórunn var í betri stöðu fyrir mótið en hún var í 17. sæti á meðan Valdís Þóra var í 24. sæti. Valdís lék betur í gær en hún krækti í tvo fugla, einn örn og fékk fimm skolla á hringnum en hún lék fyrri níu holurnar á pari. Ólafía Þórunn lenti í töluverðum vandræðum strax í upphafi en hún var kominn þremur höggum yfir parið að fimm holum loknum. Hún virtist vakna til lífsins við það en hún nældi í tvo fugla og tvo skolla á síðustu þrettán holunum. Valdís er fjórum höggum á eftir breska kylfingnum Emmu Goddard sem leiðir eftir fyrsta hring en annar hringur mótsins fer fram á morgun.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira