Bergvin stígur til hliðar en ætlar að bjóða sig fram aftur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 14:29 "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. vísir/stefán Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu. Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Bergvin Oddsson mun stíga til hliðar sem formaður Blindrafélagsins og skipuð verður sérstök sannleiksnefnd til að komast að því hvort eitthvað sé hæft í ásökunum á hendur Bergvini. Hann íhugar nú að fara í skaðabótamál. Halldór Sævar Guðbergsson tekur við sem formaður. „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu og hef fullan hug að bjóða mig aftur fram í formannsembætti Blindrafélagsins á næstkomandi aðalfundi. Ég vil þakka öllum þeim sem hvöttu mig áfram í þessu erfiða og ljóta máli,“ skrifar Bergvin á Facebook-síðu sína. Stjórn Blindrafélagsins lýsti á dögunum yfir vantrausti á Bergvin sem formann félagsins, og sakaði hann um að hafa misnotað aðstöðu sína með því að „véla ungan félagsmann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask Bergvini tengt“. Bergvin vísaði ásökunum stjórnarinnar á bug og sagðist ekki hafa sýnt óheiðarleika í störfum sínum fyrir félagið. „Nú íhuga ég stöðu mína um skaðabótakröfu á hendur aðalstjórn félagsins og framkvæmdastjóra eftir ærumeiðandi ummæli og mannorðsmorð, sem erfitt verður að fá til baka nema í dómsal. Ég mun taka sæti mitt sem formaður Hverfisráðs Grafarvogs eftir helgi og sinna málefnum hverfisráðsins áfram með félögum mínum þar,“ segir Bergvin. Haldinn var félagsfundur í húsnæði Blindrafélagsins á miðvikudag þar sem málið var kynnt fyrir um eitt hundrað félagsmönnum. Eftir miklar umræður náðist málamiðlunartillaga sem fól í sér að Bergvin myndi hætta sem formaður og Halldór Sævar Guðbergsson, sem gegnt hefur starfi varaformanns, tæki við sem formaður. Þá verði sannleiksnefnd sett á laggirnar, skipuð þremur óháðum aðilum, til að leggja mat á öll gögn tengd þeim atvikum sem leiddu til þess að meirihluti stjórnar og varastjórnar Blindrarfélagsins lýsti yfir vantrausti á Bergvin. Ályktunin var samþykkt með 97 atkvæðum gegn einu.
Tengdar fréttir Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03 Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Bergvin hafnar ásökunum stjórnar Blindrafélagsins "Ég tel mig ekki á nokkurn hátt hafa beitt eða sýnt óheiðarleika í þessum viðskiptum og þaðan af síður gerst brotlegur í starfi sem formaður Blindrafélagsins“. 23. september 2015 18:03
Formaður Blindrafélagsins sakaður um siðferðislegt dómgreindarleysi Stjórn Blindrafélagsins hefur lýst yfir vantrausti á Bergvin Oddsson, formann félagsins. Ráðningasamningi hans hefur verið rift. 22. september 2015 19:44