Um síðustu helgi vakti órafmögnuð útgáfa hans og Beyoncé af laginu Drunk in Love mikla athygli en þau fluttu lagið saman á tónlistarhátíðinni Global Citizen Festival í Central Park í New York.
Á miðvikudagskvöldið var hann mættur í spjallþáttinn The Late Show með Stephen Colbert en þar tók hann Ain’t No Sunshine eftir Bill Withers, og gerði það listavel.
Hér að neðan má sjá frammistöðu Bretans.