Þjálfari NBA-meistaranna þarf að taka sér frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 10:30 Steve Kerr í leik með Golden State Warriors liðinu í fyrra. Vísir/Getty Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003). NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003).
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli