Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2015 13:25 Langflestir Íslendinga eru í Þjóðkirkjunni en fæstir í Nýja Avalon: Einn skráður meðlimur. Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá. Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Glænýjar tölur, sem Vísir kallaði eftir frá Þjóðskrá, um fjölda einstaklinga í mismunandi trúarsöfnuðum og lífskoðunarhópum leiða í ljós að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er skráður í Þjóðkirkjuna eða 240.395 af alls 331.244 skráðum. Sé rýnt í tölurnar þá má meðal annars sjá að skráðir í söfnuðinn Votta Jehóva, en þar hafa safnaðarlimir verið mjög áfram um að lesa í tákn og tölur, eru 666 – sem mun vera nafn dýrsins; hins Svarta sjálfs.Erfitt að meta stefnur og strauma Vísir óskaði eftir samantekt Þjóðskrár á þeim fjölda sem er í hverju trú- og lífsskoðunarfélagi. Þessi félög eru býsna mörg eða 42 að tölu. Þar kennir ýmissa grasa en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, sem heldur skrá yfir 331.244 Íslendinga, er Þjóðkirkjan langstærst en þar eru skráðir 240.395 manns. Í fríkirkjur eru skráðir 19.343 en í önnur trúfélög og lífsskoðunarfélög eru skráðir 26.131. Önnur trúfélög og ótilgreind telja 25.352 og utan trúfélaga eru 20.023. Kirkjan hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga vegna gagnrýni í tengslum við umræðu sem snýr að samviskufrelsi presta; að þeir geti neitað að gefa saman samkynhneigða ef samviska þeirra meini þeim það. Frá Þjóðskrá bárust þær upplýsingar að ekki sé gott að átta sig á því hvort margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni undanfarna daga, því það fari fram rafrænt og því erfiðara að átta sig á stefnum og straumum í þeim efnum öfugt við áður þegar mæla mátti áónægju á stafla eyðublaða.Skráðir múslimar ná ekki þúsund Sé rýnt frekar í tölurnar má sjá að múslímar á Íslandi eru alls 839, í tveimur skráðum trúfélögum: Félagi Múslima á Íslandi og Menningarsetri múslima á Íslandi. Nýja Avalon er neðst á lista með einn skráðan meðlim. Trúfélagið Ísland kristin þjóð telur 13 og Postulakirkjan Beth-Shekhinah 14. Þá kann einhverjum að bregða við þeirri staðreynd að skráðir meðlimir Votta Jehóva eru 666, tala sem margir tengja við Myrkrahöfðingjann sjálfan. Siðmennt er lífsskoðunarfélag sem mjög hefur látið að sér kveða undanfarin ár, í gagnrýni sinni á Þjóðkirkjuna meðal annars. Siðmenntarmenn, félag siðrænna húmanista á Íslandi eru 1.217 talsins. Meðfylgjandi er PDF-skjal þar sem áhugasamir geta rýnt nánar í sundurliðun frá Þjóðskrá.
Tengdar fréttir Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Segir alvarlegt að vilja þvinga prest til að ganga gegn trúarsannfæringu sinni Séra Kristinn Jens Sigurþórsson telur umræðuna um samviskufrelsi í böndum hafta og ótta innan prestastéttarinnar. 29. september 2015 13:01