Kauphöllin setur First North 25 vísitöluna á laggirnar ingvar haraldsson skrifar 1. október 2015 11:16 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.” Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vísitalan mun ná yfir þau 25 félög sem verða stærst og mest viðskipti er átt með á Nasdaq First North og Nasdaq First North Premier. Vísitalan verður sett á laggirnar og henni dreift frá og með 15. október, 2015. Vísitalan er sögð mikilvæg viðbót í áframhaldandi viðleitni Kauphallarinnar við að vera leiðandi viðskiptavettvangur fyrir fyrirtæki í vexti. „Að styðja við smá og meðalstór fyrirtæki er grundvallarþáttur í starfi okkar hjá Nasdaq”, segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands. „Með því að bjóða upp á First North 25 vísitöluna vekjum við athygli á auknum fjárfestingartækifærum á Nasdaq First North fyrir stærri hóp fjárfesta og með auknum sýnileika fyrirtækja í vísitölunni. Það er okkar von að nýja vísitalan verði hvatning fyrir núverandi félög á First North Iceland en ekki síður fyrir önnur félög til að nýta sér markaðinn sem fjármögnunarvettvang,” bætir Páll við. Val á þeim 25 félögum sem verða í First North 25 mun fara fram í tveimur skrefum. Fyrst verða fundin 30 stærstu félögin eftir markaðsvirði og síðan verða 25 þeirra sem mest verður átt viðskipti með valin í vísitöluna, en þar verður litið til samanlagðar heildarfjárhæðar viðskipta yfir sex mánaða tímabil. First North 25 vísitalan verður endurskoðuð tvisvar á ári og mun teka ný samsetning gildi á fyrsta viðskiptadegi í janúar og júlí. Á sama tíma og First North 25 vísitalan verður kynnt, koma til sögunnar fjórar nýjar landsvísitölur á norrænu mörkuðunum; First North Sweden, First North Finland, First North Denmark og First North Iceland. Þessar fjórar vísitölur munu innihalda hlutabréf sem átt verður viðskipti með á hverjum markaði fyrir sig og er ætlað að auka sýnileika Nasdaq First North á Norðurlöndunum. „Síðan að Nasdaq First North markaðurinn kom fyrst til sögunnar árið 2005 hefur hann vaxið mikið og þjónað vel smærri fyrirtækjum og fjárfestum á Norðurlöndunum”, segir Páll. „Nasdaq First North markaðurinn á Íslandi hefur alla burði til að verða eins blómlegur markaður og annars staðar, enda mörg góð fyrirtæki hér sem bæði þurfa fjármagn og geta eflaust gert mjög vel á markaði. Rannsóknir sýna að flest ný störf verða til í smáum og meðalstórum fyrirtækjum og fjölgar mikið eftir skráningu. Það er því beinlínis nauðsynlegt fyrir efnahagslífið að veita þessum félögum sýnileika og góðan vettvang til að fjármagna sig á.”
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira